s

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Sá sniðugan þátt í imbanum í gær

...já, það var á sænsku eða norsku stöðinni... þrír mjög svo sniðugir einstaklingar, einn dani, einn svíi og einn norðmaður ákváðu að gera þennan þátt. Þátturinn gengur út á það að ferðast í öll þessi þrjú heimalönd á volvo station eflaust 1983 model og þau eiga að reyna komast af með sem minnstan pening.
Þá datt mér í hug að ræða við Rúv og spyrja hvort þeir vilji ekki fjármagna eins og eina svona þáttasyrpu með mig í aðalhlutverki... já og svo kannski einhver með mér! Það væri kannski hægt að skreppa til Brasilíu á Kjötkveðjuhátíð svo þaðan til t.d. Kína þaðan til Ástralíu og þaðan til Afríku... eða eitthvað... nema ég myndi náttúrulega breyta einu í þáttunum, þar sem Rúv myndi náttúrulega fjármagna allt klabbið þá ætti tilgangurinn að eyða sem mestu á meðan ferðinni stendur.
Hvernig líst ykkur svo á?... og hverjir eru til í þetta með mér??

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home