s

föstudagur, janúar 21, 2005

Vöknuð!

Já, allt kemur þetta með kalda vatninu!
En nú eru aldeilis strákahelgi framundan... dagurinn í dag enginn annar en hinn eini sanni Bóndadagur og hvað ætlið þið skvísur að gera fyrir bóndann þennan daginn???
Ég er enn að hugsa en ætla nú að gera eitthvað ljúft, kannski elda góðan mat og dekra við hann... en gef ekki of mikið upp, þar sem hann gætir rambað inn á þessa síðu (en ólíklegt þó;) ).
Hinn strákadagurinn ja, eða dagarnir eru afmæli prinsins á heimilinu. Jamm, verður sko sjö ára á mánudaginn og þá þarf mamman að byrja baka og fínesera fyrir vinaogættingjaveisluna á sunnudaginn og svo einnig fyrir vinaveislu á mánudaginn... finnst þessar afmælisveislur verða stærri og stærri með hverju árinu... eins og þær vaxi með stráknum... hvernig verður þá fermingaveislan þegar þar að kemur ? Ja, ætla nú ekki að velta mér upp úr því... gera bara gott úr þessu enda merkisviðburður að verða sjö! mmm.... ekki skemmir fyrir að hugsa um kökur ;)

Jæja, verð að hefja tiltekt og bakstur.... og undirbúning fyrir dekstur við bóndann!

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home