Af hverju býst maður alltaf við því versta...
...þegar börnin læsa sig inn í herbergi og það heyrist ekki múkk frá þeim! Já, þetta gerðist í gær... minn maður læsti sig inn í hjónaherberginu og ég náttúrulega fer og kalla á hann "Nökkvi, hvað ertu að gera?" ekkert svar... svo hækka ég róminn "Nökkvi, það má aldrei læsa sig inni... hvað ertu að gera... opnaðu" minn maður svarar bara "æi, mamma er að gera dálítið" (Dálítið getur nefninlega oft verið heilmikið :S) Svona gekk þetta í smá tíma og alltaf hækkaði ég róminn aðeins. Svo opnar karlinn og ég spyr "Hvað varstu að gera... þú mátt ekki...." og ég stoppaði.
Hvað haldið þið að þessi engill hafi gert. Hann sýndi mér að hann var búinn að búa um rúmið mitt og draga frá og gera allt skínandi hreint og fallegt í herberginu!! Þá kom sko bit samviskunnar aldeilis hjá minni!
Hann kemur manni endalaust á óvart, þessi elska!
S r o s i n
...þegar börnin læsa sig inn í herbergi og það heyrist ekki múkk frá þeim! Já, þetta gerðist í gær... minn maður læsti sig inn í hjónaherberginu og ég náttúrulega fer og kalla á hann "Nökkvi, hvað ertu að gera?" ekkert svar... svo hækka ég róminn "Nökkvi, það má aldrei læsa sig inni... hvað ertu að gera... opnaðu" minn maður svarar bara "æi, mamma er að gera dálítið" (Dálítið getur nefninlega oft verið heilmikið :S) Svona gekk þetta í smá tíma og alltaf hækkaði ég róminn aðeins. Svo opnar karlinn og ég spyr "Hvað varstu að gera... þú mátt ekki...." og ég stoppaði.
Hvað haldið þið að þessi engill hafi gert. Hann sýndi mér að hann var búinn að búa um rúmið mitt og draga frá og gera allt skínandi hreint og fallegt í herberginu!! Þá kom sko bit samviskunnar aldeilis hjá minni!
Hann kemur manni endalaust á óvart, þessi elska!
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home