s

mánudagur, febrúar 28, 2005

Ég get verið svolítið kvikindi!

...þar sem ég á lítinn (reyndar orðinn stór) yndislegan dreng sem er svo góðhjartaður að hann trúir náttúrulega öllu sem mamman segir. Og stundum kemur púkinn upp í mér og nýti mér það (já, ég veit, ég er kvikindi). Púkinn minn kom upp í mér í gær, þegar Nökkvinn var búinn að vera á fullu í tölvunni og ég var ekkert alltof hress yfir þessari miklu tölvusetu stubbs. Þá þóttist ég sjá Rachet og Klank (tölvufígúrur) í augunum á honum.... og greyið, varð alveg skelfingu lostinn og þaut inn á baðherbergi og ætlaði næstum inn í spegilinn.... "mamma, ég sé þá ekki" kom svo og spurði mig svo einlægnislega "mamma, sérðu í alvörunni Rachet?" æi.... þá sló það mig hvað ég get verið mikill púki stundum...

...greyið svo fæ ég þetta í hausinn eftir tuttugu ár þegar hann fer og gerir upp æskuna... hvað fór úrskeiðis... já, já, þá kemur í ljós mamman var allllllltaf að plata!

...já, já, ég skammast mín nú pínu.... en er ekki svo sem í lagi að grínast líka?

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home