s

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Ég

...er svona persóna sem getur verið voða voða þolinmóð en svo aftur á móti mjög óþolinmóð á sumum sviðum (kannski flestum ;) ).
Til dæmis er ég ákaflega miður mín ef ég fæ ekki tíma í klippingu akkurat þegar hugljómun á sér stað og ég er með akkurat réttu klippinguna í höfðinu... ef ég fæ ekki tíma þá fer hugljómunin og ég nenni ekki nærri strax. Svona var þetta í gærmorgun... datt í hug að fara í litun og plokkun og það strax... nennti sko ekki að fara hefði ég fengið tíma tveimur klst. síðar... sem betur fer fékk ég tíma eftir tuttugu mínútur. Einnig er þetta með allt svona framkvæmdar eðlis hjá mér, ég fæ hugljómun og verð að fylgja því eftir strax því annars fer hún í burtu og kemur ekkert aftur. Til að mynda fékk ég svaka hugmynd af málverki þegar ég bjó úti... hrifsaði það niður á striga en þar sem ég fór ekki strax að mála er striginn enn með þessu krassi á!

Hvað er að manneskju eins og mér?

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home