s

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Jæja, er að þjálfa raddböndin

...þar sem hálsinn minn er eitthvað að stríða mér með að koma með hálsbólgu annað slagið... eitthvað óákveðinn þessi háls! En meðan reyni ég að sötra SwissMiss til að mýkja raddböndin því auðvitað verð ég að vera eins og allir fara og BETLA sælgæti og það fær maður ekki nema syngja!!
Nei, finnst öskudagurinn hafa þróast í leiðinlega átt. En lítið við því að gera, dagurinn er í dag! En við Nökkvi ætlum að skunda í Kringluna á eftir, þar sem þeir ætla að halda uppi þeim gamla sið að slá köttinn úr tunnunni! Indjáninn minn ætlar að reyna brjóta tunnuna, en hann var í gærdag að mála búninginn sinn í voða fallegum litum! Svo er spurning um að kíkja á eftir í hina verslunarmiðstöðina... hverfisbúðina okkar, Smáralindina, þar bjóða þeir upp á ókeypis bíó fyrir krakkana... og minn maður ætlar sko aldeilis að nýta sér það! Ef við verðum heppin þá munu Anna og Ísak Júlíus slást í för með okkur!

Sem sagt eins og þið sjáið þá reyni ég eftir mesta megni að yfirgefa heimilið mitt þennan daginn... enda á ég ekkert nammi til að gefa (hér er það étið um leið ;) ) ... held að þau yrðu ekki sátt við spínat eða því um líkt!!

...ahhh... SwissMissið svíkur aldrei *hóst, hóst*

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home