s

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Jæja

...þá er afmælið og "mjónuklúbbsárshátíðin" yfirstaðin. Fórum í pottinn í Baðhúsinu um hálf fimm í gær... slökuðum vel á í heitri lauginni og sötruðum bjór eða rauðvín. Ég mæli samt meira með því að fólk taki sér alveg sér dag í svona dekur og pottaslökun og endi ekki á djammi. Það var pínu erfitt að komast yfir þreytuna eftir að maður slakaði svona svaka vel á í þessum hita. Langaði mest til að fá sér smá kríu. En neibb... við Anna hringdum í vin okkar hr. Domino´s sem kom færandi hendi. Því næst kom Sandran og pikkaði okkur upp í leiðinni í Hófgerðið. Þar tók ammmælisbarnið á móti okkur og festi miða með nafni aftan á bakið á okkur... svo hófst spurningaspilið... maður átti að geta upp á því hvaða maður/kona/dýr/teiknimyndapersóna maður væri. Þetta var góður leikur. Síðar um kveldið fórum við að huga okkur til hreyfings og skutlaði Sandran okkur á Hverfisbarinn en yfirgaf okkur þar. Anna, sem hafði verið Ólafur Stefáns. í "Hver er maðurinn" leiknum var svo sniðug að vera með nafnspjaldið í bænum og notaði það óspart hvort Ólafur fengi nú ekki sér meðferð og svoleiðis! En nei, ekki fékk Óli allstaðar sérmeðferð. Var nú pínu svekkt yfir því að hafa ekki bara skellt okkur á ekta ball með ÁMS.... vorum bara svo vitlausar að fara ekki bara strax þangað!
Enduðum svo rallið í svaka rútu-leigubíl þar sem bílstjórinn var alveg frábær... skildi sko alveg nammiþörf "mjónufélaganna" og stoppaði fyrir okkur í sjoppu á leiðinni heim... svo fékk Anna víst alveg að heyra sögu Hafnarfjarðar hjá honum þegar þau brunuðu í gegnum gaflarabæinn.

En jamm... fínasta kveld alveg hreint!
S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home