
Öskudagskóngurinn Nökkvi

Já, haldið þið ekki að hann sé sterkur, rölti inn í Kringluna ásamt þúsundum annara skrípa (barna í öskudagsbúningum) fór í röð til að slá köttinn úr tunnunni og viti menn, auðvitað sló hann tunnuna í mask! Ég hafði mestar áhyggjur að hann myndi troðast undir því fjöldinn var svo mikill af krökkum sem stukku á allt sælgætið sem datt úr tunnunni. Ekki nóg með að fá þennan titil, Öskudagskóngur Kringlunnar þá fékk hann vinning! ... og engan smá vinning... því nú er herbergið hans orðið að spilasal... fékk eitt stykki kúluspil!
Veit ekki alveg hvort sjónvarpskallarnir sem voru þarna, náðu mynd af pilti en veit þó að hann mun prýða heimasíðu Kringlunnar á næstu dögum!
Er hrikalega stollt af indjánanum mínum!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home