s

þriðjudagur, mars 22, 2005

Danaferð lokið... í bili!

Já, fyrir þá sem ekki vissu þá var þetta bara svona skreppitúr! En hinn besti skreppitúr.
Það var sko dekrað við okkur þarna á Ívarsvej... ommiletta í morgunmat og stórmáltíðirnar hver á fætur annari... ekki hægt að segja annað en að verðandi byggingatæknifræðingurinn á því heimili kunni til verka í eldhúsinu!

Föst: Við stöllurnar fórum í Bilka og kíktum svo í Rose.. (Kringla/Smáralind þeirra Odensebúa), jú, það var nú aðeins verlsað... hittum svo Ingvann sem verslaði mest :)
Tókum okkur náttúrulega kaffipásur og matarhlé á milli eins og sést á annari myndinni hér fyrir neðan (Freyja með ofur-pUlsuna)
... pældum reyndar svoldið í því að láta þá hjá Bæjarins bestu vita af þessari snilld að hafa RISA pUlsu í staðinn fyrir þá sem kaupa sér alltaf tvær!
En já.... versla versla og versla... ja, nei, reyndar græddum HELLING í Rose... því þar var sko verið að gefa Klósettpappír... við komum því heim í gróða... með tólf rúllur og tvær týndust! :)

Um kveldið var borðað einn af þessum dýrindis réttum sem ég talaði um áðan... alvöru purusteik með heimsins bestu sósu... já, þau voru farin að hella henni upp í mig... ótrúlega gott!!!Gústi og Þóra komu og var spjallað frameftir.

Laugard: Þá var stímað að miðbænum og verslað aðeins meira og fengið sér svo heitt súkkulaði og tertusneið.
Það var svo þá þegar við Ingvi, ákváðum að athuga hvort bílaverkstæði sem hafði ætlað að kaupa Ofur-Fordinn í fyrra, væri farið (því við höfðum frétt af því að það væri hætt).
Jú, mikið rétt verkstæðið horfið en viti menn... hver stóð þar samt sem áður.... annar en okkar elskulegi Ofur-Ford, reyndar dekkjalaus og ljóslaus og nærri allslaus... allaveganna munaðarlaus! En þið getið séð mynd af elskunni hér fyrir neðan.
Það komu tvö tár, ekki hægt að neita því!

Um kveldið var svo farið á Isabella og snætt dinner með öllu liðinu... Gústa, Þóru, Freyju, Gumma, Gumma, Bryndísi og svo Brynjari bróður Bryndísar. Gaman var þó staðurinn hafi ekki fengið nema svona 7 í einkun.
Fórum í Partý og Co. heima hjá Bryndísi og Gumma... og audda var undirrituð í vinningsliði... við rústuðum þessu, Þóra!! ;)

Sunnud. Tekin var upp gömul hefð og kíkt á antiksölurúnt! (sá sko eina fallega standklukku á Rugardsvej ;) ) en viti menn ekkert keypt... af þessari familíu... hin var náttúrulega kaupóð!! hihi

Kveldið... borðað og spilað Settles... ohhh.. hvað það er alltaf jafn skemmtilegt spil.
Sumir urðu samt mjög mjög sárir eftir plottið hjá okkur stelpunum...
Lukum spilinu klukkan 02:00 og beint í háttinn...

Mán... vaknað klukkan sjöþrjátíu... troðið dótinu í töskurnar og svo kvatt og brunað yfir Stórabeltisbrúna og allaleið á Kastrup... og þaðan með flugi til Íslands!

Jahá, þar hafið þið það.... þetta var virkilega gaman og ættu allir að gera svona í það minnsta einu sinni á ári... nei, einu sinni í mánuði væri betra ;)

tsssjá... S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home