s

miðvikudagur, mars 09, 2005

Jæja, miðvikudagur...

Fljúga alveg áfram þessir dagar, sem hefur kosti og galla svo sem. Til að mynda styttist í að Baunareisan hefjist.. einungis rúm vika í það... víí...
...svo er náttúrulega leiðinlegt að hún Unnur frænka mín flytur til Kanaveldis á morgun! Auðvitað er það skemmtilegt fyrir hana (en viss missir fyrir okkur hin) að hitta hann Matta sinn aftur en hann er hermaður og er búinn að vera að vinna á herskipi... já, þau hjúin eru að flytja til Seattle... svo maður verður að fara spara aurana fyrir ferð til USA... annars átti amma mín gullkorn í kveðjukaffinu á sunnudaginn... sagði: "Unnur mín, verður þú með Matta á skipinu?? " hahahaha... hélt ég myndi deyja.. jú jú.. það er svona extra fylgiskip með fyrir alla makana híhíhí.. bara gull hún amma mín!

Svo er litli mann (þessi risastóri sjö ára á heimilinu) lasarus í dag... svona hálf-lasarus... einhver magakveisa sem hrjáir hann svona annað slagið... sjáum til hvernig hann verður í dag... hvort hann komist í fótboltann... miðvikudagar eru nefninlega í sérstöku uppáhaldi hjá honum... sko leikfimi OG fótboltaæfing!!!


...en af öðru þá er sófinn minn barasta seldur... jamm.. fer í dag, blessaður.. þar sem ég er pínu vanaföst (BARA pínu) þá finnst mér alltaf svoldið erfitt að láta eitthvað svona af hendi.. þó þetta séu bara dauðir hlutir og ég veit að þessi sófi var alltof stór hérna... æi... *dæs* samt smá söknuður *snökt* En leist svo vel á kaupandann og er viss um að hún hugsi vel um svarta skrímslið mitt !

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home