s

föstudagur, apríl 15, 2005

Stórafmælisbarn dagsins


Posted by Hello

Já, það er æskuvinkona mín hún Íris Jens, en hún er ÞRÍRogNÚLL í dag!! Til hamingju með daginn, elsku Íris mín, fáðu þér eina Brunswieger-afmælisköku að hætti dana í tilefni dagsins!

Íris brallaði nú margt hér í dentid... og eiginlega erfitt að velja eina sögu úr öllu sögusafninu um hana :) En ég skal reyna...

Gleymi því aldrei þegar hún var svona fimmtán, og hafði svo svakalega löngun í að keyra bíl. Hvað gerir daman! Jú, hún dregur fram forláta Citroen bíl föður síns og rúntar um hverfið...
sko Eyjahraunið... jamm, rúntaði hún fram og tilbaka í botnlöngunum í Eyjahrauninu....
Eitt sinn flautaði hún fyrir framan húsið hjá Líney, sem skildi náttúrulega ekkert í því hvað Jet-Den (Jens, pabbi Írisar) væri að flauta og vinka henni! :)
En í einum af þessum bílrúntum Írisar, fékk ég að vera farþegi... og jú, við vorum búnar að rúnta um hverfið og vorum á heimleið þegar kella, klessir á svona steyptan sökkul eða svoleiðis á girðingu.... og það fyrir utan húsið sitt!!!
Okkur sýndist nú a.m.k. einn nágranni hafa orðið vitni af þessu ...
Óboj...hvað gera bændur nú?
Jú, mín var í svona vinnuúlpu með loðhettu eins og margir áttu... og nú hófst leikþátturinn... hún ætlaði sko ekki að láta forvitna nágrannan þekkja hana og skellti því þessari loðhettu á hausinn... strunsaði út úr Citroen og gekk hokin og haltrandi eins og gamall karl... haha... ekki skildi nágrannin þekkja hana nú... heldur eflaust að einhver gamall karl hafi fengið Citroen að láni... en svo var málið... hvað átti ég að gera? Ég var bara í mínum fötum og ekki gat ég haltrað eins og gamalmenni til að þykjast fyrir nágrannan... svo ég bara arkaði út og þar með hef ég eflaust eyðilagt allt plottið!

En hún má eiga það að engum hefði dottið þetta í hug nema ÍRISI!
Enn og aftur Íris mín, til lukku með daginn þinn og Viggu sem er sjöogfimm í dag!
Þið eruð báðar FRÁBÆRAR!

Knús... Srósin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home