s

mánudagur, maí 23, 2005

Já, þýðir ekkert...

...að grenja júróvisjón, það er búið og ekkert um það að segja annað en ohhh!
En annars gerði ég svo sem fátt um helgina þannig... fór í fimmtugsafmæli á föstudaginn, til Gústa í klippingu og lit á laugardaginn þar sem ég hitti hana Ástu og tókst að draga hana í júróvisjónheimsókn til okkar Nökkva þar sem Ingvi hitti strákana í "smíðaklúbbnum" sínum (þeirra svar við saumaklúbbum kvenna).
Já, og í gær, s.s. á sunnudag fórum við fjölskyldan í bíó... og það meira segja í lúxussal... og horfðum á síðasta partinn í StarWars... flott mynd þó svo ég sé ekki eins heilaþvegin eins og karlinn minn og sonur... flottar tæknibrellur og flott hvernig tekst að flétta þetta allt saman við hinar myndirnar... en fyrir þá sem ekki vita þá var þetta sjötta myndin.. en samt mynd nr.3 í röðinni og fær maður að sjá hvers vegna og hvernig hinn ljúfi og góði jedi-riddari, Anakin Skywalker, breytist í hinn illræmda Darth Vader (Svarthöfða) !!!
Já, já, mæli bara með þessu fyrir þá sem vilja!

...en annars lítið í mánudagsfréttum í dag!

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home