s

fimmtudagur, júní 30, 2005

Finnst ég svoldið óheiðarleg

... að vera fara á Duran Duran tónleika í kvöld, á A-svæði og með VIPpassa... Málið er bara að ég hef aldrei verið Duran fan... var á einhverri allt annari bylgjulengd eins og að hlusta á U2, Simple Minds, Madness og fleiri. Veit nefninlega um fullt af fólki sem gæfi næstum því aðra höndina til að komast á áðurnefnda tónleika.

En ég væri nú ekki að fara nema út af því að Ingvi fékk boðsmiða.

Allaveganna veit ég að það verður fjör að sjá alla mæta í 80´s gallanum... eina sem ég hef verið að hugsa er:
Hvað ætli Simon og félagar hugsi þegar þeir sjá þennan skríl sem gleymdist frá 80´s árunum!!!

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home