Hugsa sér... sautjándi júní bara alveg að koma!
ótrúlegur þessi tími... en annars er veðrið úti svona ekta sautjándajúníveður... rigning, smá rok og svona næsheit.. nei, segi nú svona...
í minningunni er sautjándaveðrið alltaf sól og hiti, þar sem maður situr prúðbúin í nýju sautjándajúní/sjómannadags-fötunum, á teppi í skrúðgarðinum, horfir á skemmtiatriði eins og t.d. Bjössa Bollu eða eitthvað álíka... svo stekkur maður annað slagið út í Fralla til að kaupa frostpinna. Það var alltaf svo næs... á teppi í skrúðgarðinum. *hugs*
En þetta er breytt eins og allt annað... nú nenna menn ekki að veðja á góða veðrið lengur og því er öllum potað inn í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar og engin teppi á mjúku grasi neitt... nei, nei, nú eru bara slagsmál um tré-áhorfendabekki!
Ætli ég verði ekki bara í Rvík-city þetta árið... hmmm.. tíu dagar til að ákveða það, svo sem!
tttsssssjááá
S r o s i n
ótrúlegur þessi tími... en annars er veðrið úti svona ekta sautjándajúníveður... rigning, smá rok og svona næsheit.. nei, segi nú svona...
í minningunni er sautjándaveðrið alltaf sól og hiti, þar sem maður situr prúðbúin í nýju sautjándajúní/sjómannadags-fötunum, á teppi í skrúðgarðinum, horfir á skemmtiatriði eins og t.d. Bjössa Bollu eða eitthvað álíka... svo stekkur maður annað slagið út í Fralla til að kaupa frostpinna. Það var alltaf svo næs... á teppi í skrúðgarðinum. *hugs*
En þetta er breytt eins og allt annað... nú nenna menn ekki að veðja á góða veðrið lengur og því er öllum potað inn í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar og engin teppi á mjúku grasi neitt... nei, nei, nú eru bara slagsmál um tré-áhorfendabekki!
Ætli ég verði ekki bara í Rvík-city þetta árið... hmmm.. tíu dagar til að ákveða það, svo sem!
tttsssssjááá
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home