s

þriðjudagur, júní 21, 2005

Londonferð lokið

Frábær ferð, vægast sagt... kannski fyrir utan aðeins of mikinn hita!! Á laugardag og sunnudag var 30stiga hiti og glampandi sól, sem væri auðvitað hátíð ef maður væri á spáni, með sundlaug eða strönd nálægt... en ekki alveg í London.
En hvað um það...
Laugardagurinn:
Fórum að rölta um bæinn... skoða helstu staði, Oxfordstreet, og fleira... enduðum niður að Thames, sáum Big Ben og London eye.. fórum reyndar ekki í London eye vegna hita... er viss um að fólk hafi verið "well done" eftir að hafa farið þangað. En við gengum svo að Buckinghamhöll... og vorum orðin ansi lúin og löngun í ískalda drykki á útikaffihúsi var orðin ansi mikil.... en akkurat þar sem við gengum (sem var nú víða) var ekkert svoleiðis... er nú viss um að Danir hefðu verið búnir að planta ölkrám víða. En eftir erfitt labb og mikinn hita, náðum við loks taxa upp á hótel... Um kveldið var svo snætt á ítölskum hverfis-restaurant.
Sunnudagur:
Vaknað fremur snemma, fengið sér morgunmat... rölt og skoðað málverk ofl. við HydePark... rölt og spókað sig um í HydePark... og þá var hitinn orðinn svolítið mikill fyrir frostþolna Íslendingana sem flúðu inn á Hótel og gerðu sig klára fyrir U2ferðalagið.
Þar sem U2 spiluðu í Twickenham stadium, sem er dáldið fyrir utan London varð kópavogsgengið að taka lestar þangað.... og óboj... greinilega fleiri fengið sömu hugmynd... stóðum í þvílíkum troðning inní lestinni og í þvílíkum hita... ég hefði ekki getað verið sekúndu lengur inn í þessum hitakassa.. úff og púff... En komumst á tónleikana sem voru á einhverjum svaka stórum Rugby velli... vorum frekar í fyrrafallinu svo það var beðið með eftirvæntingu eftir meisturunum. Svo rúmlega átta komu þeir félagar og trylltu lýðinn... þvílíkt og annað eins... það eru bara engin orð til að lýsa... stalst til að smella nokkrum myndum (sem er náttúrulega stranglega bannað;) ) með símanum mínum... en versta er að flottasta myndin er föst í símanum... hendi henni inn þegar síminn leyfir... en sú mynd var tekið þegar þeir tóku lagið One... þvílík stemming!
En svo kom heimleiðin... tónleikarnir enduðu um hálfellefu... og lestarstöðin í Twickenham lokaði kl.12... og mörg þúsund manna þurftu far!!!... Við, kampakáta kópavogsgengi, ákváðum að hraða okkur að lestarstöðinni, ásamt öllum hinum þúsundunum... þannig að við eltum strolluna. En svo tvístraðist hún og við eltum annan flokkin, btw... sem INGVI valdi ;) Og það var labbað og labbað og labbað og labbað og labbað...... og ég var ekki að kannast við mig þarna... og eftir rest var Ingvi heldur ekki að kannast við sig ;) ...en það kom á daginn að við hefðum labbað í klukkustund og það til næsta bæjar!!!
Góða við þetta erfiði var að við náðum að púsla saman lestarleiðum sem næst hótelinu okkar og það lestir þar sem við náðum langþráðum sætum!
Komin heim rúmlega tólf með galtóma maga....sem kölluðu á mat... en enginn matsölustaður opinn svona seint!!!... svo það var sofnað í takt við garnagaul!
Mánudagur:
Fór í að versla, ekkert meira um það að segja nema ágætt... og svo var flogið til Íslands...

Það sem við fengum út úr þessari ferð var... ánægja ánægja ánægja... og svo smá skammt af þreytu í fótum ;)... úfff og púff

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home