LOST
...maður ætti náttúrulega ekki að vera segja frá þessu, en hva.. læt vaða enda sautjándi júní á morgun og svo átjándinn þar á eftir :) (Lon og don eins og zyrnirósin segir).
En já, þannig var að undirrituð og skutlinus ákváðu að fara í sína vikulegu göngu upp í Heiðmörk í gærkveldi. Allt gekk vel, reyndar hrikalegur þvottabrettisvegur uppeftir... en við komumst, lögðum bílnum við hliðiná forláta kamri og hófum gönguhringinn.. eftir ca. 20mín var hringurinn búinn og við komnar aftur að bílnum, þetta fannst okkur náttúrulega alltof stutt labb í fallegu náttúrunni svo við ákváðum að fara þarna lengri hring. Og það var labbað og labbað og labbað ooooooog labbað... alveg þar til við komum að aðalveginum aftur, þar sem bíllinn var, eða átti að vera! Enginn bíll nálægt, svo við vorum viss um að við hefðum labbað einhvern furðulegan hring þannig að bíllinn ætti að vera neðar á veginum...svo gengum við niður veginn heillengi þar til að við sáum frekar bratta blindhæð sem við vorum handvissar um að við hefðum drattast upp á ofur-lans og því pottþéttar á að bíllinn væri þá fyrir ofan... svo við löbbuðum og löbbuðum upp aftur... og vorum orðnar smá smeikar... farnar að spá hvort við hefðum kannski bara labbað framhjá eldrauðum og nýbónuðum bílnum... og kamrinum sem var þar við hlið... jiiii, hvað við vorum orðnar ruglaðar... Einnig var ég farin að halda að einhver bíræfinn þjófur hefði tekið glans-lans og kamarinn með!
En eftir alls, eins og hálfs klukkutíma labb í Heiðmörkinni fundum við loks ofur-lansann og það við hliðiná kamrinum.
Held að það sé nokkuð víst að við verðum ekki kosnar Skátar vikunnar!! Og annað.. held að Ingvinn vísi okkur bara á strætó næst, þar sem við ættum ekki að geta týnt honum!
S r o s i n
...maður ætti náttúrulega ekki að vera segja frá þessu, en hva.. læt vaða enda sautjándi júní á morgun og svo átjándinn þar á eftir :) (Lon og don eins og zyrnirósin segir).
En já, þannig var að undirrituð og skutlinus ákváðu að fara í sína vikulegu göngu upp í Heiðmörk í gærkveldi. Allt gekk vel, reyndar hrikalegur þvottabrettisvegur uppeftir... en við komumst, lögðum bílnum við hliðiná forláta kamri og hófum gönguhringinn.. eftir ca. 20mín var hringurinn búinn og við komnar aftur að bílnum, þetta fannst okkur náttúrulega alltof stutt labb í fallegu náttúrunni svo við ákváðum að fara þarna lengri hring. Og það var labbað og labbað og labbað ooooooog labbað... alveg þar til við komum að aðalveginum aftur, þar sem bíllinn var, eða átti að vera! Enginn bíll nálægt, svo við vorum viss um að við hefðum labbað einhvern furðulegan hring þannig að bíllinn ætti að vera neðar á veginum...svo gengum við niður veginn heillengi þar til að við sáum frekar bratta blindhæð sem við vorum handvissar um að við hefðum drattast upp á ofur-lans og því pottþéttar á að bíllinn væri þá fyrir ofan... svo við löbbuðum og löbbuðum upp aftur... og vorum orðnar smá smeikar... farnar að spá hvort við hefðum kannski bara labbað framhjá eldrauðum og nýbónuðum bílnum... og kamrinum sem var þar við hlið... jiiii, hvað við vorum orðnar ruglaðar... Einnig var ég farin að halda að einhver bíræfinn þjófur hefði tekið glans-lans og kamarinn með!
En eftir alls, eins og hálfs klukkutíma labb í Heiðmörkinni fundum við loks ofur-lansann og það við hliðiná kamrinum.
Held að það sé nokkuð víst að við verðum ekki kosnar Skátar vikunnar!! Og annað.. held að Ingvinn vísi okkur bara á strætó næst, þar sem við ættum ekki að geta týnt honum!
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home