s

föstudagur, júlí 01, 2005

Jæja

Ætli ég verð ekki skotin núna!

En verð nú að segja frá minni upplifun á Duran tónleikunum ;)

Komum þarna um sjö (eiginlega aðeins of snemma en góða var að við fengum stæði upp við höllina).. örkuðum svo bak við í þetta VIP tjald Íslandsbanka. Þar var náttúrulega allt fína fólkið eins og undirrituð er ;) hehe. Fannst æðislegt að við fengum grifflu sem stóð á "100% Duran Duran", æðislegt alveg!
Var nú pínu svekkt að sjá ekki marga uppstrílaða, sá reyndar einn sem mér fannst æði. Hann var greinilega upp á sitt besta þegar Duran var á sínu blómaskeiði, já en í dag er hann kannski komin með svona svokallað varadekk... en hann var í bleikri prjónavestispeysu, svona eins og var í tísku þarna um árið... sem pokaði og var flottust ef það var brett upp á ermarnar... en gallinn var að þær áttu að poka... málið er að ef ég hefði ekki vitað að hann væri í 80´s dressi út af þessu kveldi, þá hefði ég haldið að hann væri voða púkó...hihi ... En mér fannst hann sko í flottasta dressinu fyrir þetta kvöld!
Jæja, ok... vorum s.s. þarna í einhvern tíma, fengum svona VIP passa eins og þeir fengu í Wayne´s World um árið... leið pínu eins og þeim haha...
en já... svo kom Duran........ og jú, æstur múgurinn var sko að fíla þá í tætlur enda byrjuðu þeir ágætlega. En það sást fljótlega að Simon var ekki í besta forminu og í stað þess að dansa eða hoppa eins og brjálæðingur þá reyndi hann oftast að finna sér voða "sexý" stellingu og syngja... eða þá hann labbaði um sviðið eins og hann væri með nærurnar í rassinum... hehe..
Þeirra frægustu lög komust ágætlega til skila þrátt fyrir nokkrar feilnótur í undirspili... Svo kom nú kafli þar sem ég hélt að Friðrik úr Mezzoforte væri kominn með sína unaðslegu slökunartónlist... en nei, enn var þetta Duran enn að... eflaust bara að hvíla sig, kallarnir.

Jæja, allaveganna eins og þið vitið þá var ég ekki sérlegur Duran fan en hafði gaman af þessum helstu slögurum og gat nú hlegið svona létt, af þeim svona þess á milli... en verð samt að segja að þetta eru með lélegri tónleikum sem ég hef farið á (vona nú að enginn móðgist).

...kannski hefði þetta verið betra með meiri æfingu og kannski betra prógrammi og kannski bara hefði þetta verið á árunum 1980-86.

S r o s i n...sem fór meira segja út áður en uppklöppunarlagið var spilað, æi, vildi bara komast fyrr heim ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home