Ólánsdagar...
Sunnudagseftirmiðdagurinn byrjaði með látum... þegar sonurinn fékk þvílíka ælupest... lagði undir sig meginpart íbúðarinnar. Það var því skúrað hátt og lágt og litli maðurinn látinn lúlla þetta af sér.
Daginn eftir ætlaði mín að vera ægilega góð og gefa honum smá kók, orku... áttum einhverjar dósir og viti menn... með minni heppni þá sprungu þrjár dósir og eldhúsið undirlagt í kókslettum!... þarna hugsaði ég með mér... "það á eftir að gerast eitt enn, því allt er þegar þrennt er" og jú, mín virtist sannspá þar... því nokkrum mínútum síðar krassaði tölvan. Hef reyndar komið henni svona á koppinn aftur en alveg hörmuleg er hún... öll forritin fóru og svo er hún rosalega hæg.
En nei, þetta var nú ekki allt því einhver sagði fullkomið er fernt er og það virtist vera því aðfaranótt miðvikudagsins fékk undirrituð að kenna á ælupestinni... ojjoj oj
Er nú komin í vinnuna aftur en verður að viðurkennast að ég er ekki sú allra orkumesta í augnablikinu!!
Er nokkuð sem heitir full- fullkomið þegar fimm er... eða eitthvað álíka???
Finnst vera komið nóg af þessu!
En hey, það er sól og sumar úti... og ætti maður jú, hoppa hæð sína yfir eina sólardeginum í júlí!!!
S r o s i n
Sunnudagseftirmiðdagurinn byrjaði með látum... þegar sonurinn fékk þvílíka ælupest... lagði undir sig meginpart íbúðarinnar. Það var því skúrað hátt og lágt og litli maðurinn látinn lúlla þetta af sér.
Daginn eftir ætlaði mín að vera ægilega góð og gefa honum smá kók, orku... áttum einhverjar dósir og viti menn... með minni heppni þá sprungu þrjár dósir og eldhúsið undirlagt í kókslettum!... þarna hugsaði ég með mér... "það á eftir að gerast eitt enn, því allt er þegar þrennt er" og jú, mín virtist sannspá þar... því nokkrum mínútum síðar krassaði tölvan. Hef reyndar komið henni svona á koppinn aftur en alveg hörmuleg er hún... öll forritin fóru og svo er hún rosalega hæg.
En nei, þetta var nú ekki allt því einhver sagði fullkomið er fernt er og það virtist vera því aðfaranótt miðvikudagsins fékk undirrituð að kenna á ælupestinni... ojjoj oj
Er nú komin í vinnuna aftur en verður að viðurkennast að ég er ekki sú allra orkumesta í augnablikinu!!
Er nokkuð sem heitir full- fullkomið þegar fimm er... eða eitthvað álíka???
Finnst vera komið nóg af þessu!
En hey, það er sól og sumar úti... og ætti maður jú, hoppa hæð sína yfir eina sólardeginum í júlí!!!
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home