s

mánudagur, ágúst 08, 2005

Jæja, helgin búin

Já, á föstudaginn var skundað upp í bústað ásamt fríðum förunautum. Það var sko haft það virkilega huggulegt, borðað íslenskt lambalæri sem ekki var keypt í Bilka ;) Svo var náttúrulega spjallað og spjallað og jú, gerð tilraun til að veiða í soðið en enginn beit á ja... nema Gummi og Nökkvi veiddu hvorn annan. Já, það var sko sannarlega mikil gleði hjá yngstu vinunum að hittast aftur.
Um miðnætti var svo farið í heita pottinn og horft á stjörnurnar og gervitunglin... ferlega fínt í sveitinni! Takk fyrir frábærar stundir, Freyja, Gummi og Ársól!

Á laugardaginn eftir að gestirnir fóru þá tókum við okkur saman og við mæðgin stukkum upp í ofurlansann en Ingvinn fór í OFUR-jeppann... (já, já getum ekki farið á sama bíl í bústaðinn!) En Ingvinn fór í veiði og mæðgin í Þorlákshöfn.
Ja, Nökkvinn fór síðan á Selfoss til pabba síns... en undirrituð fór á bekkjamót... því miður missti ég af ratleiknum og brennó... en fékk nú að sjá video af helsta atburðinum úr ratleiknum... þar sem hóparnir þurftu að semja dans á fimm mínútum, verð að segja það að það eru nú nokkrir sem gætu kannski farið að sækja um í íslenska dansflokknum... nefni eitt nafn hér... Magnús Ársælsson... sé hann alveg fyrir mér í Borgarleikhúsinu! Það er nú ekki hægt að segja að það hafi verið troðið í Kiwanis húsinu en gaman var þar... vona bara að allir hafi skemmt sér vel... sýndist það í það minnsta.
Síðan var skundað á dansleik... í brjáluðum stormi... eiginlega Febrúar veður frekar en fallegt ágústveður.... en stormur er ekkert sem strákarnir í Á móti sól geta ekki fengið mann til að gleyma og klikkuðu þeir ekki frekar en fyrri daginn... alveg eðalballhljómsveit... ekki skemmdi fyrir að Sóldögg strákarnir voru staddir þarna og tóku eitt-tvö lög með ÁMS... það var dansað og spjallað við fólk sem maður hafði ekki séð í nokkurn tíma... bara gaman af því.
Fór síðan hjem um hálffjögur... frekar þreytt en voða munur að vera bara "bílandi" og þurfa ekki að fjúka heim í storminum.... og tala nú ekki um að vakna fersk í sunnudaginn sem var ekki þunnudagur í það skiptið ;)

En ég vil þakka fyrir frábæra skemmtun á bekkjamóti... gaman að sjá alla aftur!

luv... S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home