s

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Jæja, á maður ekki að blaðra eitthvað

... veit samt varla um hvað....hmmm.. jú, verslunarmannahelgin er nýyfirstaðin og fór litla fjölskyldan í útilegu. Stefnan var tekin austur... undirrituð vildi fara lengst austur en karlpeningurinn á heimilinu var sterkari og sagði stopp þegar í Skaftafell var komið. Auðvitað var það yndislegur staður. Komum í hlýju og notarlegu veðri, fundum tjaldsvæði og þá var komið að því... við vissum ekkert hvernig blessaða tjaldið væri... keypt í Harald Nyborg í Odense... svo það gæti þess vegna vantað tjaldið sjálft ;) En viti menn við komum því upp og ekkert vantaði. Höfðum það gott þarna undir jökli í eina nótt.... vöknuðum í rigningu og ákváðum að taka saman því okkur leist ekki nægilega vel á hvort tjaldið myndi halda rigningu úti eina nótt til viðbótar. Það var því þrusað tilbaka... gist í Akurbrekku og tjöldin þurrkuð. Já, alveg ágætist verslunarmannahelgi. Sonurinn er bara enn í útilegu, meiri útihátíðargaurinn... heimtaði nú bara að fá að vera upp við Meðalfellsvatn hjá ömmu og afa.

Jæja, svo er það næsta helgi...
Föstudagur: stefnan tekin á Grímsstaði við Meðalfellsvatn og fá að njóta samverustunda dönsku ofurfjölskyldunnar, Freyju, Ársól og Gumma.
Laugardagur: stefnunni breytt örlítið og er förinni heitið í Þorláks-city... bekkjakvöld og Hafnardagar. Vil enn og aftur minna á að skrá sig á mótið þeir sem hafa aldur og gott skap til :)

Gott í bili....

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home