Jæja, ætli sé ekki mál að bulla smá
...svona í tilefni óþunnudags eða heilags sunnudags... hmmm
Já, ég er búin að sýsla smá undanfarna daga... fannst ég ekki geta annað en kaupa miða á tónleika hjá fyrrum nágranna, sjálfum Kim Larsen Odensebúa... drógum við hjónaleysurnar mömmu og pabba með. Svo leið að tónleikum og við á Nasa eins og þorri landsmanna, virtist vera fara... úfff.. hef nú séð Nasa troðinn... en ekkert í líkingu við þetta, Herra Larsen vildi ekki hafa sæti því þetta væru ROKKtónleikar og maður situr ekki á svoleiðis.... held að hann hafi gleymt að líta á dagatalið og séð að það eru nú nokkur ár síðan að hann ásamt flestum áhangendum voru upp á sitt allra allra besta.... meðalaldurinn var svona um 45 til 50ára, sem er fínn aldur... en held að ég hafi verið með þeim yngstu þarna og mig vantaði nú stól... fæturnir og bakið ekki alveg að þola þetta standerí... og ekki einu sinni pláss til að klappa og þá er ég ekki að ýkja. Jú, Larseninn var fínn á sviði, sagði tilheyrandi sögur með hverju lagi og auðvitað á sinni Fjónsku... bara notarlegt að heyra það! En undirrituð var ekki hrifin af lagavali því hann tók örfá af þessum allra frægustu lögum sínum... og vil ég taka fram að ég er enginn harður aðdáandi svo ég kannast ekki við nema þessi útvarpsvænulög hans. En jæja... eftir hlé fundum við mamma tvo af örfáum barstólum og sátum sem fastast á þeim það sem eftir lifði tónleikanna... en mínusinn var að ekki sáum við á sviðið.
Já, í heild... frekar vonsvikin yfir þessum tónleikum, alltof margir og fannst Larsen mætti taka fleiri þekkt lög.
Svo gerðist ég aftur menningaleg í gær og fór og sá Kalla á þakinu með syninum, tengdamóður og frænkum hennar. Það er sko sýning sem hægt er að mæla með hvort sem er fyrir börn eða fullorðna... frábær þýðing og staðhæfing Davíðs Þórs kom sér vel til skila og meira en það... og ekki er nú leikstjórinn á verri endanum, sjálfur Skari Skrípó... og jú, enginn annar en Sveppi hefði getað leikið Kalla sjálfan svo þetta var alveg brillíant eins og Vala Matt myndi segja!
Hvet alla til að sjá þetta leikrit.
Já og nú er sunnudagur og ég var að enda við að plata hana Ástu niður í bæ í Brunch... æi, eitthvað svo fallegur sunnudagur!
Hils.....S r o s i n
...svona í tilefni óþunnudags eða heilags sunnudags... hmmm
Já, ég er búin að sýsla smá undanfarna daga... fannst ég ekki geta annað en kaupa miða á tónleika hjá fyrrum nágranna, sjálfum Kim Larsen Odensebúa... drógum við hjónaleysurnar mömmu og pabba með. Svo leið að tónleikum og við á Nasa eins og þorri landsmanna, virtist vera fara... úfff.. hef nú séð Nasa troðinn... en ekkert í líkingu við þetta, Herra Larsen vildi ekki hafa sæti því þetta væru ROKKtónleikar og maður situr ekki á svoleiðis.... held að hann hafi gleymt að líta á dagatalið og séð að það eru nú nokkur ár síðan að hann ásamt flestum áhangendum voru upp á sitt allra allra besta.... meðalaldurinn var svona um 45 til 50ára, sem er fínn aldur... en held að ég hafi verið með þeim yngstu þarna og mig vantaði nú stól... fæturnir og bakið ekki alveg að þola þetta standerí... og ekki einu sinni pláss til að klappa og þá er ég ekki að ýkja. Jú, Larseninn var fínn á sviði, sagði tilheyrandi sögur með hverju lagi og auðvitað á sinni Fjónsku... bara notarlegt að heyra það! En undirrituð var ekki hrifin af lagavali því hann tók örfá af þessum allra frægustu lögum sínum... og vil ég taka fram að ég er enginn harður aðdáandi svo ég kannast ekki við nema þessi útvarpsvænulög hans. En jæja... eftir hlé fundum við mamma tvo af örfáum barstólum og sátum sem fastast á þeim það sem eftir lifði tónleikanna... en mínusinn var að ekki sáum við á sviðið.
Já, í heild... frekar vonsvikin yfir þessum tónleikum, alltof margir og fannst Larsen mætti taka fleiri þekkt lög.
Svo gerðist ég aftur menningaleg í gær og fór og sá Kalla á þakinu með syninum, tengdamóður og frænkum hennar. Það er sko sýning sem hægt er að mæla með hvort sem er fyrir börn eða fullorðna... frábær þýðing og staðhæfing Davíðs Þórs kom sér vel til skila og meira en það... og ekki er nú leikstjórinn á verri endanum, sjálfur Skari Skrípó... og jú, enginn annar en Sveppi hefði getað leikið Kalla sjálfan svo þetta var alveg brillíant eins og Vala Matt myndi segja!
Hvet alla til að sjá þetta leikrit.
Já og nú er sunnudagur og ég var að enda við að plata hana Ástu niður í bæ í Brunch... æi, eitthvað svo fallegur sunnudagur!
Hils.....S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home