Ég náði víst ekki
...að hlaupast undan Önnu og því klukkaði hún mig! (hvernig svo sem það er gert í tölvu ;) )
En þá verð ég víst að tína saman fimm gagnlausar upplýsingar um sjálfa mig sem koma hér:
1. Er haldin hrikalegri naflafælni... þoli enga nafla þar með minn meðtalinn! *jakk*
2. Hef mjög gaman af því að fara bílasölurúnt... að skoða bílana!
3. Hef unnið í fiski en borða hann ekki, nema harðfisk og túnfiskssallat.
4. Minn draumamaður í Hollywoodddinu er John Cusack.... svo mysterious og flottur!!
5. Draumabíllinn minn er Volvo Amazon... "66-67 árgerð.
Já, þar hafið þið það... eflaust munu þessar upplýsingar gagnast ykkur mikið :) ... vona allaveganna að þið potið ekki í naflann fyrir framan mig!!!
En þá er komið að mér að "klukka" einhverja fimm, en þeir eru:
Freyja
Margrét systir
Vogin
Zyrnirósin
Unnur frænka
lifið heil, dúllurnar mínar!
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home