s

fimmtudagur, september 15, 2005

Ég varð djúpt snortin....

... í morgun klukkan 8:02, en þá dinglaði minn elskulegi sonur (sem átti náttúrulega að vera rölta í skólann) og hljóp upp tröppurnar og í fangið á móðir sinni, sem spurði hvað hefði eiginlega gerst... svarið var :"æi, það gerðist dáldið...." og svo fékk ég þennan rembingskoss.... og piltur þotinn í skólann.
Ég skildi þetta nú, eftir á, því pjakkurinn var pínu önugur í morgun og kvaddi hálf lélega... en hann hefur sem sé séð eftir því og ekki geta farið sáttur í skólann fyrr en hann var búinn að gefa mömmu sinni almennilega kveðju! BARA sætt!!!

Jæja, í gær átti frænka mín afmæli, Magnea Arna, og einnig vinkona mín hún Sonja... og í dag á hún Ársól afmæli. Til hamingju með dagana, skvísur!.... september er náttúrulega Eðalmánuður!

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home