s

mánudagur, september 05, 2005

Verð nú bara að henda brandara inn... svona þegar blogg-andleysið er sem mest!

Fjórir eldri menn voru búnir að heyra veðurspána fyrir aðfangadag því þeir voru vanir að spila golf einu sinni í viku og þessi dagur var fullkominn fyrir það að fara spila golf. Þeir ákváðu allir að slá til, en vissu það jafnframt að eiginkonur þeirra yrðu mjög ósáttar og þeir yrðu að finna lausn á því.

Svo kom aðfangadagsmorgun og allir félagarnir saman komnir.

"Það er nú meira sem ég þurfti að gera til að fá að koma strákar," segir einn vinurinn og segir strákunum frá því að hann hafi þurft að gefa konunni sinni stóran demantshring og hún hafi verið svo ánægð að hún hafi ekkert sagt við hann þegar hann fór í morgun, en hringurinn hafi kostað 200.000 krónur.

Annar þeirra sagðist hafa þurft að kaupa utanlandsferð með skemmtiferðaskipi og konan hans hafi verið svo upptekin í morgun að skoða hvað sé í boði og hvað þau ætla að gera að hún hafi ekkert sagt þegar hann fór í morgun.
Sá þriðji sagði að þetta hafi líka verið erfitt og hann hafi keypt bíl handa konunni sinni!

Sá fjórði var hissa á öllum félögum sínum hvað þeir þurftu að eyða í konurnar sínar til að komast að spila golf.

"Ég vaknaði nú bara í morgun, ýtti við konunni og sagði að þetta væri morgun til að spila golf eða stunda vilt kynlíf!.
Konan sagði mér bara að taka hlýja peysu með og fór aftur að sofa!

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home