Ferðasagan
En við komum til Kastrup föstudaginn 14.okt. Drifum okkur í gegn og sóttum eðalvagninn... reyndar svikin, fengum engan OfurFord heldur franskan Citroen!... en það var í lagi því hann bar einnig listamannsnafnið Picasso ;) Til að drepa tíma í Köben fórum við í Fields, stóru verlsunarmiðstöðina. Þar biðum við eftir fjölskyldunni á Ivarsvej, Freyju, Gumma og Ársól. Þegar allir voru komnir var stefnan sett á Svíþjóð... ekið yfir hina Stórmerkilegu Öresundsbrú og yfir til Malmö... þar beið okkar dýrindis sumarbúst...öhh.. kofi... já, því þetta var eiginlega svona Hyttehus. Alveg ágætt en ég hefði ekki þolað fleiri nætur í þessum eðalFornsvefnssófa... úff ca. 5mm þykk dýna heheh. En við skoðuðum okkur aðeins um í Malmö... sáum Turning Torso bygginguna, sem er ferlega flott. Einnig var nú prufað Pizza Hut þar... en viti menn það var ekki ég sem stakk upp á því!!! Rúntuðum örstutt til Lundar... ætluðum að finna einhvern merkis löppemarkað en keyrðum víst tvisvar framhjá honum.... það var s.s. einn maður með fjögur borð að selja gamla fótanuddstækið sitt og svoleiðis dót hihi.
Ákváðum að taka ferjuna yfir til Danaveldis og brunuðum upp til Helsingborg og svo örlítið lengra að tanga þar rétt hjá... alveg svakalega fallegt svæði... þarf að henda inn einhverjum myndum þaðan. Kíktum í Högenes keramikfaktoryuna en sáum því miður fátt spennandi fyrir utan kaffi!!
Með ferjunni fórum við yfir til Helsingör, vorum varla sest niður þegar við þurftum að fara aftur í bílana. Keyrðum svo niður til Köben eftir hinum fræga Strandvej... þar vil ég eiga hús!!!
Eftir smá snæðing í Köben var skundað hjem til Odense, alltaf gaman að koma aftur heim!
Í Odense var nú kíkt í búðir, nema hvað! Sitthvað verslað og spjallað mikið inn á milli.
Þriðjudaginn skruppum við á Jótland til Írisar Jens og co í Laasby. Sætur bær og fengum við dýrindis tertu a la Betty Crocker... og flottan mat sem húsmóðirin brasaði. Allt leit vel út hjá þeirri fjölskyldu svo við kvöddum og rúlluðum aftur til Odense.
Miðvikudagurinn... Ingvi skrapp til Köben á fund útaf vinnunni... Freyja "dróóó" mig í búðir á meðan ;) ásamt gröllurunum okkar, sem ekki hafa svo gaman af búðarferðum.
Um kveldið komu svo gamlir Raskarar og núverandi Raskarar í mat, s.s. Bryndís, Gummi, Þóra og Gústi... fyrir utan ofurfjölskylduna og Ivarsvejfjölskylduna. Fínt að hitta alla þó við höfðum fengið forskot á Gumma og Bryndísi aðeins fyrr í vikunni þegar Bryndís bauð okkur í kökuboð!
Á fimmtudeginum var rigning og típískt innikúruveður... ákváðum við að elda fínan mat og leigja videospólu. Sannkallaður jólamatur sem heppnaðist í alla staði... purusteik með öllu tilheyrandi go Ris A la mande í eftirrétt... mmm... ekki alveg hægt að segja að stelpumyndin sem við Freyja völdum hafi vakið jafn mikla lukku og jólamaturinn... allir sofnuðu yfir henni nema Gummi...
Föstudagurinn... uhhh.. kveðjustund, æi, þær eru alltaf svo leiðinlegar.
En ég vil bara enn og aftur þakka fyrir okkur og vonandi sjáumst við fljótlega.... allaveganna heyrumst við!
En hér eru myndir frá því í Svíþjóð
Þar hafið þið það... já svo var skundað í afmælisboð til Önnu á laugardeginum, sem var prýðisgott... náði nú ekki að verða vitni af ballinu þar sem við hjónaleysur rúlluðum í Rvíkina þegar hinir tóku strætó á ball.... en hef nú fengið að heyra einhverjar gróur... hihi
Sólóng....S r o s i n
En við komum til Kastrup föstudaginn 14.okt. Drifum okkur í gegn og sóttum eðalvagninn... reyndar svikin, fengum engan OfurFord heldur franskan Citroen!... en það var í lagi því hann bar einnig listamannsnafnið Picasso ;) Til að drepa tíma í Köben fórum við í Fields, stóru verlsunarmiðstöðina. Þar biðum við eftir fjölskyldunni á Ivarsvej, Freyju, Gumma og Ársól. Þegar allir voru komnir var stefnan sett á Svíþjóð... ekið yfir hina Stórmerkilegu Öresundsbrú og yfir til Malmö... þar beið okkar dýrindis sumarbúst...öhh.. kofi... já, því þetta var eiginlega svona Hyttehus. Alveg ágætt en ég hefði ekki þolað fleiri nætur í þessum eðalFornsvefnssófa... úff ca. 5mm þykk dýna heheh. En við skoðuðum okkur aðeins um í Malmö... sáum Turning Torso bygginguna, sem er ferlega flott. Einnig var nú prufað Pizza Hut þar... en viti menn það var ekki ég sem stakk upp á því!!! Rúntuðum örstutt til Lundar... ætluðum að finna einhvern merkis löppemarkað en keyrðum víst tvisvar framhjá honum.... það var s.s. einn maður með fjögur borð að selja gamla fótanuddstækið sitt og svoleiðis dót hihi.
Ákváðum að taka ferjuna yfir til Danaveldis og brunuðum upp til Helsingborg og svo örlítið lengra að tanga þar rétt hjá... alveg svakalega fallegt svæði... þarf að henda inn einhverjum myndum þaðan. Kíktum í Högenes keramikfaktoryuna en sáum því miður fátt spennandi fyrir utan kaffi!!
Með ferjunni fórum við yfir til Helsingör, vorum varla sest niður þegar við þurftum að fara aftur í bílana. Keyrðum svo niður til Köben eftir hinum fræga Strandvej... þar vil ég eiga hús!!!
Eftir smá snæðing í Köben var skundað hjem til Odense, alltaf gaman að koma aftur heim!
Í Odense var nú kíkt í búðir, nema hvað! Sitthvað verslað og spjallað mikið inn á milli.
Þriðjudaginn skruppum við á Jótland til Írisar Jens og co í Laasby. Sætur bær og fengum við dýrindis tertu a la Betty Crocker... og flottan mat sem húsmóðirin brasaði. Allt leit vel út hjá þeirri fjölskyldu svo við kvöddum og rúlluðum aftur til Odense.
Miðvikudagurinn... Ingvi skrapp til Köben á fund útaf vinnunni... Freyja "dróóó" mig í búðir á meðan ;) ásamt gröllurunum okkar, sem ekki hafa svo gaman af búðarferðum.
Um kveldið komu svo gamlir Raskarar og núverandi Raskarar í mat, s.s. Bryndís, Gummi, Þóra og Gústi... fyrir utan ofurfjölskylduna og Ivarsvejfjölskylduna. Fínt að hitta alla þó við höfðum fengið forskot á Gumma og Bryndísi aðeins fyrr í vikunni þegar Bryndís bauð okkur í kökuboð!
Á fimmtudeginum var rigning og típískt innikúruveður... ákváðum við að elda fínan mat og leigja videospólu. Sannkallaður jólamatur sem heppnaðist í alla staði... purusteik með öllu tilheyrandi go Ris A la mande í eftirrétt... mmm... ekki alveg hægt að segja að stelpumyndin sem við Freyja völdum hafi vakið jafn mikla lukku og jólamaturinn... allir sofnuðu yfir henni nema Gummi...
Föstudagurinn... uhhh.. kveðjustund, æi, þær eru alltaf svo leiðinlegar.
En ég vil bara enn og aftur þakka fyrir okkur og vonandi sjáumst við fljótlega.... allaveganna heyrumst við!
En hér eru myndir frá því í Svíþjóð
Þar hafið þið það... já svo var skundað í afmælisboð til Önnu á laugardeginum, sem var prýðisgott... náði nú ekki að verða vitni af ballinu þar sem við hjónaleysur rúlluðum í Rvíkina þegar hinir tóku strætó á ball.... en hef nú fengið að heyra einhverjar gróur... hihi
Sólóng....S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home