Frá því síðast, þá hef ég:
- Farið í Ikea með Ingvanum, komið út með fullan Cherokee af húsgögnum
- Verið aðstoðar skrúfari, skrúfað saman skrifborð, hillur og náttborð!!!
- Hreinsað til í herbergjum íbúðarinnar og hennt nokkrum rúmmetrum af drasli
- Farið í Sorpu með allt ruslið og eignaðist nýjan besta vin þar!
- Fattað að ég væri að renna út á tíma hvað varðar fæðingarorlof... á víst að vera búin að skila inn í síðasta lagi sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, og það er í næstu viku!.... *gúpp*
- Farið á trilljón skrifstofur til að fá hin og þessi vottorð út af þessu fæðingarorlofi
- Næstum lamið karlinn minn eftir að ég vaknaði upp frá draumi, þar sem hann var að skoða einhverja stelpu... uss.. hrikalega raunverulegur draumur... munaði hársbreidd að hann fengi kjaftshögg frá mér... *dæs*
- Mætt á bekkjarkveld hjá syninum, vissi ekki alveg hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar eitt foreldrið tróð upp og dansaði línudans, aleitt upp á sviði... verð reyndar að segja, ég vildi alveg vilja hafa smá svona hugrekki... þó það væri ekki endilega notað í línudans!
- Já, fattað að ég stend mig bara alls ekki nógu vel í þessu bloggi!!!
S r o s i n

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home