s

mánudagur, nóvember 07, 2005

Góðan daginn mamma, góðan daginn baun

...þessa kveðju fékk ég frá afgreiðslumanni í Hagkaup þegar ég var að fara borga á kassa. Ég vissi ekki alveg hvort einhver væri að gera grín í mér... einhvers staðar falin myndavél.. (væri típískt!) En pilturinn var svona elskulegur og spjallaði heilmikið við mig um að hann hefði nú heyrt að ófædd börn væru stundum kölluð baunir... hehehe ég var alveg að springa inn í mér... eldrauð í framan við að halda hlátrinum inni. Eftir þetta kassa-spjall þá spurði hann mig svo: "ert þú eitthvað að spjalla á netinu???" hahaha.. ég hélt ég yrði ekki eldri og var hláturinn alvega að koma... en náði nú að svara neitandi.

Sprakk svo þegar í bílinn var komið :)

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home