s

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Þurfti að skreppa

...í hverfismollið, Smáralindina, áðan, en sá að fleiri en ég fengu þá hugdettu. Það lá við að það væri jafnmargt þarna og á Þorláksmessu. En ekki var skríllinn að gera jólainnkaupin eða í afmælisgjafaleiðangri eins og undirrituð.... neiiii... allir mættir til að horfa á stór-amerísk-Idol-stjörnuna William Hung. Við, mæðgin tróðumst framhjá mesta skrílnum til að komast leiðar okkar en komumst nú ekki hjá því að heyra söng Villa.
Nökkvi minn, þetta gæðablóð, fór þá að spyrjast fyrir um kappann... og ég reyndi að útskýra það að hann hefði nú ekki unnið ameríska Idolið en hefði orðið í raun frægur fyrir ...ja... fremur lélegan söng, og sumir kæmu nú einungis til að hlæja af honum, greyinu. En þá sagði þessi góðhjartaði piltur : "mamma, eigum við nokkuð að hlæja af honum" og ég auðvitað samþykkti það um leið og ég reyndi að kyngja hlátrinum.

úffff... þvílíkir tónar...... en æi, greyið, maður hálf vorkennir honum, en hann hlýtur að lifa ágætlega á þessu sem er ekkert annað en gott!! jú gó Villi!

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home