s

miðvikudagur, desember 21, 2005

Andvaka

er ástand sem mér þykir leiðinlegt. En einhvern veginn verður þetta stundum fylgifiskur hjá bumbulíusum, og þá sérstaklega þeim sem eru á síðustu metrunum. Vakna 4-5 sinnum til að fara á klósettið og svo andvaka inn á milli... er eitthvað eftir af nóttinni eftir það??
En nú er það ekki bara út af bumbu sem ég er andvaka... stíflað nef og þurr háls... ohh... gaman, gaman... Ingvinn kom því að orði að hann myndi fjúka úr rúminu því ég andaði svo mikið (með munninum þar sem nebbinn er stíflaður)...ákvað því að hita mér töfraseiði áður en hann fyki niður á gólf hehe... og auðvitað leið og maður stendur upp þá fer nebbastíflan...

...spurning um að sofa bara standandi

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home