s

miðvikudagur, desember 14, 2005

Þeir sem þekkja mig...

...og hafa jafnvel farið með mér í fataleiðangur eða bara búðarleiðangur, vita það að ég er með eindæmum óheppin í svoleiðis... nánast alltaf þannig að skórnir eða fötin eru búin í minni stærð :S
Því ætti ekki að koma mér svona mikið á óvart, hvernig þetta hefur verið með blessuðu kommóðuna sem ég pantaði hjá Herra Ikea fyrir rúmum mánuði síðan. Keyptum náttborð í stíl og þessi voða fína kommóða átti að vera undir barnafötin svona fyrst um sinn... ekkert mál.. tekið niður símanúmer og svo bara hringt eftir 1-2vikur þegar kommóðan kæmi.

En aldrei hringdi síminn... og var kommóðan alltaf að koma í næstu viku þegar ég fór að vitja hennar. En ég var farin að verða pínu svekkt og hringdi í síðustu viku í Herra Ikea og spyrjast fyrir um þetta... þá var aftur sagt... kemur í næstu viku og það er biðlisti... koma bara þrjár kommóður og ég var númer 13 á listanum!!!
Ég var ekki að trúa þessu... en dreif mig niður eftir daginn eftir og vildi fá að vita aðeins meira um þetta... númer 13 og átti að vera löngu búin að fá hlutinn.
Nei, nei, lucky me... í tölvu Hr.Ikea stóð að það hefði verið hringt í undirrituðu 26.nóv... þrisvar sinnum og það í gemsann minn...og þar sem ég svaraði ekki þá datt ég af lista !!!
neeeeiii... nú var ég alveg hætt að skilja...því auðvitað er ég alltaf með gemsann áfastann við mig og ætti nú að sjá missed calles.. hvað þá þrjú. Svo mín gaf sig ekki, sagði að þetta gæti ekki staðist. Það var kallaður til einhver yfirBOSS... sem sagðist þurfa að fara í gegnum tölvukerfið og staðfesta hvort hringt var eða ekki... púfff meira vesenið út af einni kommóðu!!!!!
En jæja... í fyrradag hringdi svo yfirBOSSINN og tjáði mér að allt tölvudótið fyrir nóvember hefði barasta hrunið eða dottið út úr tölvunni (Surprise, surprise!) ... en hann hefði hringt í viðskiptavin nr. eitt á listanum og spurt hvort ég mætti færast fram yfir hann, (bossinn að reyna eitthvað samviskupot á Srósina... en það virkaði sko ekki... því hún átti náttúrulega að vera löngu búin að fá þetta og það á undan viðsk.vini nr. eitt)... en kallinn bauð mér að koma að sækja þetta því ein af þessum þremur sem komu til landsins væri merkt mér.

Voða kát fórum við hjónaleysurnar að sækja þetta... en auðvitað NEI.... eftir fullt af hringingum hingað og þangað.. .kom afgreiðslumaðurinn til mín og sagði :
"ég hef því miður ekki góðar fréttir....!!" (hmmm kemur verulega á óvart!)
Haldiði ekki að af allri sendingunni / gámnum höfðu þessar þrjár kommóður skemmst! hehehe... þetta er nú BARA ég... og enn fæ ég svarið... "kommóðan kemur í næstu viku"

S r o s i n ....vill einhver koma í búðarferð??? :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home