s

laugardagur, desember 17, 2005

Ekki fór maður...

...svangur / svöng heim af Jólahlaðborði Perlunnar í gær. Alltaf svo gott að fara þangað, erum meira segja búin að plana að fara aftur á næsta ári... þá bara kannski hádegishlaðborð með famelíuna. Nökkvi var nefninlega ekkert alltof sáttur við að fá ekki að prufa að borða þarna í Perlunni, voða spennandi að hún snýst :) En já, hlaðborðið æðislegt... og held að eftirréttahlaðborðið sé hvergi jafn vel útilátið... namm namm... ætli maður megi ekki fara núna og fá að smakka það sem gleymdist í gær ;)

En já, barasta vika í aðfangadag, eins gott að yngsti maðurinn verði batnað, búinn að liggja heima lasinn á þriðja dag, karlgreyið, sem betur fer verður hann sjaldan lasinn 7-9-13. Já, mikil spenna og talið niður til jóla á hverjum degi!

Svo styttist biðin í nýjasta fjölskyldumeðliminn... ekki nema rúmar tvær vikur í áætlaðan fæðingardag... verðum bara að vona að jólin verði RÓLEG!!! Skemmtilegra að eiga afmæli í jan. heldur en endaðann des. En það kemur víst allt í ljós og ekki ræður maður miklu um það!

Þangað til næst... góða helgi
S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home