s

miðvikudagur, desember 28, 2005

Jæja, er ekki við hæfi að gera árið upp, vara þó við að ég er haldin alvarlegri veiki sem kallast Gullfiskaminni.
  • Janúar - Nú, það hófst nýtt ár, með nýjum væntingum, árið 2005. Nökkvinn varð sjö ára...hmmm.. hvað meir?? gullfiskaminnið! *gúbbígúbbí*
  • Febrúar - Áætlað var að fara á Þorrablót til Odense, en hvað gerði Ingvinn??... jú, ákvað að sanna karlmennskuna á fótboltaæfingu í OLDboys og endaði í gifsi í sex vikur! Nökkvinn varð Öskudagskóngur Kringlunnar! Stóra systir bætti einu ári við. Já og við hjónaleysurnar áttum eins árs trúlofunarafmæli.

  • Mars - Hmm... mars... hvað gerðist í mars (namm langar í Mars) Jú, Ingvinn losnaði við gifsið og við drifum okkur í heimsókn til Odense, gaman gaman! Sáum Ofur-Fordinn, en sorglega var að við sáum hann í Bílakirkjugarði *snökt* Spjölluðum, versluðum og höfðum það voða gott í DK.

  • Apríl - Það væri nú gaman að muna eitthvað!... jú, Íris Jens. varð þrírognúll og gifti sig sama dag! Stóri bróðir varð árinu ríkari.
  • Maí - Ingvinn bætti við einu ári. Við duttum út úr Júróvisjón, sem var svindl því við áttum að vinna, ekki satt??? Mary og Frede héldu upp eins árs brúðkaupsafmælið!!
  • Júní - Sautjándi júní og allt tilheyrandi, en hápunkturinn var náttúrulega 19.júní, þegar ég sá goðin mín í annað sinn spila fyrir MIG! U2 tónleikar í London stóðu upp úr! Jú, svo bætti hann pabbi minn einnig við einu ári (eða var það öfugt, fauk eitt árið í burt??)

  • Júlí - Hmmm... man að Ingvi var mikið í veiðitúrum... gerði ég eitthvað *gúbbígúbbí*, jú var farin að vinna á nýjum stað, Kta-hönnun en heitir Dagsverk í dag.
  • Ágúst - Fórum í smá útilegu um versló, Skaftafell. Fengum að hitta Freyju, Gumma og Ársól á Grímsstöðum í Kjós, fór á bekkjamót og dansleik. Ingvinn fór í fleiri veiðiferðir! Sonurinn byrjaði í 2.bekk

  • September - Hmm... ég ákvað að eiga síðasta tveirogeitthvað afmælið mitt en sé til hvort það verði kannski oftar! Góður þessi mánuður! :) Tengdó bætti við einu ári.
  • Október - Mikið um afmæli. Skruppum til Danaveldis og Svíþjóðar, dvöldum í Hyttehúsi í Svíþjóð, og að Ívarsvej í Odense. Mikið spjallað, verslað og haft gaman! Komum heim og beint í stórafmæli Önnu Júlíusdóttur sem varð sko þrírognúll! Mamma mín fékk ár við sín.

  • Nóvember - Vorum aðallega að vinna og svona, fengum fréttir að Gústi og Þóra höfðu eignast prins sem ákvað að koma tveimur mánuðum fyrir tímann! En honum gengur stórvel í dag, kominn heim og búinn að fá nafnið Viktor Daði.
  • Desember - Já, hætti að vinna til að slaka bara á með syninum og safna kröftum fyrir nýjan einstakling. Jóladútlaðist, át, drakk og svaf!...er eiginlega enn af því ;) Við, mæðgin náðum okkur í jólaflensu, sem við erum nú að ná úr okkur. Nú eru bara þrír dagar eftir af árinu og ligg ég næstum með krosslagðar fætur, í þeirri von að krílið haldi sig inni fram yfir áramótin. Ingvinn aðeins orðinn stressaður... fölnar næstum ef ég blæs úr nös hihi..ætlaði að taka af mér völdin (bíllyklana) þannig að ég kæmist ekkert út úr húsi... á sem sagt bara að liggja heima, hreyfingalaus, með eyrnatappa (svo ég heyri ekki í flugeldum) fram yfir áramótin :)


    Ég vil bara þakka ykkur fyrir árið og vona að nýtt ár verði ykkur gleðiríkt!
    Áramótakveðja,
    S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home