Jóla, jóla.
Já, það er greinilega að styttast í jólin. Fyrsti jólasveinninn mætir næstu nótt og verður eflaust ekkert mál að vekja yngsta manninn á heimilinu ;)
Já og ég vil nú óska litla kút, þeirra Söndru og Steinþórs, til lukku með nafnið sitt, en hann hlaut nafnið Hilmir Örn, virkilega fallegt nafn
En við fórum í hið árlega jólahlaðborð vinahóps Ingva, í gær. Áttum pantað á Herreford en öllum var boðið í fordrykk í Garðabænum á undan. Voru gestgjafarnir svo til nýflutt í þetta líka glæsihús, væri sko alveg til í þetta slot! En þegar við komum ilmaði allt af unaðslegum dönskum jólailm, jólaglögg að hætti dana var í boði, undirrituð lét sér þó nægja kranavatnið í Garðabænum en naut ilmsins af glögginu. Húsráðandinn sagði okkur frá að hún hefði farið á veraldarvefinn til að afla sér upplýsingar hvað væri í hið eina sanna jólaglöggi en rakst fyrst á finnskt jólaglögg, hér er uppskriftin af því:
Finnskt jólaglögg
1 líter vodka
1 rúsína
Hrært og skreytt með greni
Hehe... eflaust slegist um rúsínuna ;)
En eftir fordrykkinn var farið á Herreford. Hef nú bara farið á Herreford í Odense og varð fyrir vonbrigðum þar, ekki út af matnum sem var algjört lostæti, heldur umhverfinu... ég er svo fastheldin, finnst að umhverfið á alvöru steikhúsi eigi svoldið að fara inn á þetta, þykkt nautsleður, svoldið dökkir litir og svoleiðis... fá svoldið fílinginn. En nei, Herreford í Odense þar var allt í pastellitum, mildum tónum og meira svona Italianó fílingur... það angraði Srósina svoldið. En til allra hamingju var staðurinn á Laugarveginum ekki þannig, bara ágætisstaður, en á móti, get ég ekki mælt með jólahlaðborðinu þar, margt búið þegar við komum... og maður mætti ætla að nautasteikin ætti að vera aðalsöluvaran þeirra en þeir sem fengu sér naut voru í stökustu vandræðum að ná að tyggja ;) hehe... ég var nú heppin að fá afbragðs mat... en hlakkaði til eftirréttanna sem litu ansi vel út á matseðlinum... en þegar ég kom að borðinu þá var bara eitt í boði, Ris a l´amande, sem er nú yfirleitt æðislegt... nema þarna vantaði allt fúttið í það, ekkert vanillusætubragð :(
Já, þó hlaðborðið hefði ekki verið alveg nægilega gott þá var kvöldstundin í það minnsta afbragðsgóð, og vorum við síðust út af staðnum, alveg eins og í Perlunni í fyrra :)
mmm... svo ef mér skjátlast ekki þá er næsta helgi, Perlu-jólahlaðborð... það klikkar nú ekki!!
S r o s i n
Já, það er greinilega að styttast í jólin. Fyrsti jólasveinninn mætir næstu nótt og verður eflaust ekkert mál að vekja yngsta manninn á heimilinu ;)
Já og ég vil nú óska litla kút, þeirra Söndru og Steinþórs, til lukku með nafnið sitt, en hann hlaut nafnið Hilmir Örn, virkilega fallegt nafn
En við fórum í hið árlega jólahlaðborð vinahóps Ingva, í gær. Áttum pantað á Herreford en öllum var boðið í fordrykk í Garðabænum á undan. Voru gestgjafarnir svo til nýflutt í þetta líka glæsihús, væri sko alveg til í þetta slot! En þegar við komum ilmaði allt af unaðslegum dönskum jólailm, jólaglögg að hætti dana var í boði, undirrituð lét sér þó nægja kranavatnið í Garðabænum en naut ilmsins af glögginu. Húsráðandinn sagði okkur frá að hún hefði farið á veraldarvefinn til að afla sér upplýsingar hvað væri í hið eina sanna jólaglöggi en rakst fyrst á finnskt jólaglögg, hér er uppskriftin af því:
Finnskt jólaglögg
1 líter vodka
1 rúsína
Hrært og skreytt með greni
Hehe... eflaust slegist um rúsínuna ;)
En eftir fordrykkinn var farið á Herreford. Hef nú bara farið á Herreford í Odense og varð fyrir vonbrigðum þar, ekki út af matnum sem var algjört lostæti, heldur umhverfinu... ég er svo fastheldin, finnst að umhverfið á alvöru steikhúsi eigi svoldið að fara inn á þetta, þykkt nautsleður, svoldið dökkir litir og svoleiðis... fá svoldið fílinginn. En nei, Herreford í Odense þar var allt í pastellitum, mildum tónum og meira svona Italianó fílingur... það angraði Srósina svoldið. En til allra hamingju var staðurinn á Laugarveginum ekki þannig, bara ágætisstaður, en á móti, get ég ekki mælt með jólahlaðborðinu þar, margt búið þegar við komum... og maður mætti ætla að nautasteikin ætti að vera aðalsöluvaran þeirra en þeir sem fengu sér naut voru í stökustu vandræðum að ná að tyggja ;) hehe... ég var nú heppin að fá afbragðs mat... en hlakkaði til eftirréttanna sem litu ansi vel út á matseðlinum... en þegar ég kom að borðinu þá var bara eitt í boði, Ris a l´amande, sem er nú yfirleitt æðislegt... nema þarna vantaði allt fúttið í það, ekkert vanillusætubragð :(
Já, þó hlaðborðið hefði ekki verið alveg nægilega gott þá var kvöldstundin í það minnsta afbragðsgóð, og vorum við síðust út af staðnum, alveg eins og í Perlunni í fyrra :)
mmm... svo ef mér skjátlast ekki þá er næsta helgi, Perlu-jólahlaðborð... það klikkar nú ekki!!
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home