s

fimmtudagur, desember 22, 2005

Tveir dagar til jóla

Eruð þið að trúa því? Mér finnst það hálf skrítið og í raun væri ég til í að það væri svona vika í jólin. Ekki af því að ég á allar jólagjafirnar eftir ( á bara eina eftir) eða af því að ég á eftir að taka til (Ingvinn fær það hlutverk þessi jólin) eða af því að ég á eftir að baka smá og græja fyrir matinn (já, ég fæ að koma þar nálægt) ... neibbb.. væri til í extra viku því ég er enn að berjast við þetta kvef og finn ekki orðið neitt bragð af MAT. Já, blessaðir bragðlaukarnir hafa vikið fyrir kvefinu... það væri nú í lagi alla daga ársins NEMA aðfangadag, þegar maður gúffar í sig Ris´alamande, fínustu nautasteik sem hægt er að fá og heimalagaðri Berniessósu... Waldorfsallati, brúnuðum kartöflum og svo fleira góðgæti!
Mig langar að finna bragð af þessu!!!

*snökt* S r o s i n

p.s. kannski skötu"ilmurinn" á morgun hreinsi þetta kvef í burt (ætla þó einungis að finna "ilminn" læt aðra um að borða´na)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home