s

mánudagur, janúar 30, 2006

Jæja, voða tölvulöt þessa dagana

Búið að vera frekar mikið að gera þessa helgina. Byrjaði svo sem ekki vel þegar einhver flensuskratti virtist læðast yfir mig aðfaranótt laugardags, með tilheyrandi, kulda /hita/svitaköstum... ægilega gaman, eða þannig.
Vaknaði illa sofin og í grautfúlu skapi á laugardaginn... en ekki var hægt að nýta daginn í svefn því ég var búin að ráðstafa deginum í bakstur fyrir afmæli daginn eftir. Dópaði mig því upp (svona eins og hægt er fyrir nýbakaða móðir) stóð svo sveitt allan daginn og bakaði ;) Var því vel þegið að fá góðan nætursvefn fyrir afmælið....
...en ekki var mér að ósk minni þar... sama sagan og fyrri nótt... svita-hita-kuldaköst og því ekkert að gera en að taka þessu með yfirvegun og ró... dagurinn kæmi hvort eð er. Afmælið heppnaðist þrusuvel og allir kátir og sáttir (vona ég)... held að ég hafi ekki eitrað fyrir neinum ;)

Enn var sama sagan í nótt... flensuskrattinn ætlar ekki að yfirgefa mig alveg strax... en ég mun gera mitt besta til að sigra þennan slag!

En annars það að frétta að allir eru fínir og flottir í fjölskyldunni, litli snúður vær og góður, Nökkvinn bara kátur sem slátur...

Jæja, þar til næst....S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home