Jónas Nói

Það var nafnið sem litli kútur fékk í dag, en nafnið Jónas er í höfuðið á föðurafanum. Hann hefði orðið 62ára í dag hefði hann lifað. Nafnið Nói fannst okkur passa pilti vel.
Dagurinn var í alla staði fullkominn. Kirkjan æðisleg, samverustundin frábær, Jónas Nói afskaplega rólegur og ánægður í skírninni, svo skemmdi ekki fyrir að við fengum þann heiður að hlusta á Ragnheiði Gröndal syngja í skírninni og þar að auki flytja lag við ljóð ömmunnar, Maríu E. Ingvadóttur, sem einnig prjónaði skírnakjólinn, en lagið og ljóði var alveg yndislegt, eins gott að maður á það á video. Jónas Nói kippti sér sko ekki upp við að fá smá vatn á kollinn heldur brosti bara enn meir, svo vær og góður piltur.
Eftir kirkjuna var svo kaffi og spjall og pilturinn myndaður í bak og fyrir, eins vaninn er á skírnardaginn ;)
Hér er svo skírnartertan sem undirrituð dútlaði í fram eftir öllu á laugardagskveldinu :)

Frábær dagur, takk fyrir samverustundirnar þið sem voruð með okkur í dag.
Myndir komnar (alveg að koma í þessum skrifuðu orðum) á barnalandið.
S r o s i n

Það var nafnið sem litli kútur fékk í dag, en nafnið Jónas er í höfuðið á föðurafanum. Hann hefði orðið 62ára í dag hefði hann lifað. Nafnið Nói fannst okkur passa pilti vel.
Dagurinn var í alla staði fullkominn. Kirkjan æðisleg, samverustundin frábær, Jónas Nói afskaplega rólegur og ánægður í skírninni, svo skemmdi ekki fyrir að við fengum þann heiður að hlusta á Ragnheiði Gröndal syngja í skírninni og þar að auki flytja lag við ljóð ömmunnar, Maríu E. Ingvadóttur, sem einnig prjónaði skírnakjólinn, en lagið og ljóði var alveg yndislegt, eins gott að maður á það á video. Jónas Nói kippti sér sko ekki upp við að fá smá vatn á kollinn heldur brosti bara enn meir, svo vær og góður piltur.
Eftir kirkjuna var svo kaffi og spjall og pilturinn myndaður í bak og fyrir, eins vaninn er á skírnardaginn ;)
Hér er svo skírnartertan sem undirrituð dútlaði í fram eftir öllu á laugardagskveldinu :)

Frábær dagur, takk fyrir samverustundirnar þið sem voruð með okkur í dag.
Myndir komnar (alveg að koma í þessum skrifuðu orðum) á barnalandið.
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home