s

laugardagur, mars 25, 2006

Jæja

Þá fer nú bara að líða að apríl... og svo kemur sumarið eftir það... ja, liggur við. Þetta líður svo hratt.

Ég og mín fjölskylda viljum enn og aftur koma á fram þakklæti, okkur hefur borist gífurlegur stuðningur, styrkur og kveðjur, sem hafa svo sannarlega hjálpað okkur. Við erum snortin hvað það sannast enn og aftur að það er mikið gott að búa og vera úr litlu samfélagi eins og Þorlákshöfn þegar eitthvað svona kemur fyrir. Finnum fyrir alveg ólýsandi stuðningi, og það stuðningur úr hinum ólíklegustu áttum, erum orðlaus en mjög þakklát. Innilegar þakkir fyrir það!

Af pabba er það að frétta að hann styrkist með hverjum deginum. Bjartsýnin, ákveðnin og húmorinn er til staðar og hann kemst sko langt á því. Enn er smá þrjóska til staðar... vill ekki alveg hlusta á okkur hin um að hætta áhyggjum... jú, hann breytist ekki það mikið að áhyggjur af vinnunni fari.. hmmm... en það heldur honum þó við efnið ;) Hann er byrjaður í sjúkraþjálfun og bíðum við bara eftir að það losni inn á Grensásdeild því þangað fer hann leið og það losnar pláss. Við tökum þetta bara skref fyrir skref því öðruvísi gengur ekkert!

En jæja, segjum það í bili

Kveðja, Srósin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home