s

fimmtudagur, mars 02, 2006

Öskudagurinn búinn og þá eru það næst Páskarnir...

...eða hvað. Allaveganna fórum við mæðgin ásamt vini Nökkva, út í Smáralindina í gær. Lögðum af stað um hálftólf, en SL.opnar kl.11. Tilgangurinn: að leyfa 1stk.Ninjakalli og 1.stk.Draug að syngja fyrir búðarfólkið. Þegar við komum þarna inn þá lá við að við snerum við á punktinum. Vááá... fleiri með sömu hugdettu.. það voru fleiri en eru þarna á Þorláksmessu, rétt fyrir lokun. Fullt fullt af Silvíum Nóttum, trúðum, glamúrgellum, supermönnum og fleirum.. og allir komnir í sama tilgangi, að syngja í von um smá sætindi. Ninja og Draugurinn minn voru báðir frekar feimnir og tók þá nokkra hringi um Smáralindina að telja í sig kjark.. en svo byrjuðu þeir og sungu í nokkrum búðum. En það var sko strax komnir miðar í helminginn af búðunum... "allt nammi búið" getur svo sem vel verið þar sem krakkaskarinn var svo gífurlegur. Mennirnir mínir sungu og trölluðu en svo var öllum boðið frítt í bíó... og þáðu þeir það. Gaman þótti mér að sjá hvað margir foreldrar voru inn í þessum búningadegi... sá t.d. tvo púka... mömmu-púka með rauða hárkollu og alles... og svo kom pínu lítil stelpu-púki trítlandi á eftir.. æi, þetta var BARA sætt hihihi.
Gaman af þessum degi... þó ég hafi saknað þess að slá ekki köttinn úr tunnunni.. en það var í Kringlunni... og við vorum aðeins of sein í það...

...enda ekki hægt að vera Öskudagskóngur Kringlunnar á hverju ári ;)

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home