Apríl
Fyrir þá sem ekki vita þá er kominn apríl, ótrúlega fljótir að líða, janúar, febrúar og marsinn.. Jónas Nói varð þriggja mánaða í gær... og ég sem hélt að ég hefði verið á fæðingadeildinni í síðustu viku! Nökkvinn nánast orðinn unglingur, alla veganna eitthvað að prufa mömmu sína með unglingaveiki; mótþróa og gelgjustælum... jesús minn, veit ekki alveg hvernig þetta verður þegar barnið verður LOKS unglingur... vonandi er hann þá bara að taka þetta út núna og verður svakalega yfirvegaður og góður unglingur *vonivon*
Já, meðan ég man, þá vil ég nú monta mig aðeins á kallinum mínum, auðvitað þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af barnafataleiðangri hans í Köben... hann kom bara heim með fulla poka af fínum fötum á drenginn, ekki nóg með það heldur dró hann yfirmanninn með í leiðangur. Svona hefur maður mikil áhrif :)
Pabbi hressist meir og meir og ætlar sér að komast upp úr stólnum, alltaf að koma fleiri framfarir hjá honum þó þetta taki samt allt tíma. Hann tekur þetta á bjartsýninni og kemur okkur sífellt á óvart.
Ætla láta fylgja mynd af þriggja mánaða syninum og ÚNGlingnum mínum

S r o s i n
Fyrir þá sem ekki vita þá er kominn apríl, ótrúlega fljótir að líða, janúar, febrúar og marsinn.. Jónas Nói varð þriggja mánaða í gær... og ég sem hélt að ég hefði verið á fæðingadeildinni í síðustu viku! Nökkvinn nánast orðinn unglingur, alla veganna eitthvað að prufa mömmu sína með unglingaveiki; mótþróa og gelgjustælum... jesús minn, veit ekki alveg hvernig þetta verður þegar barnið verður LOKS unglingur... vonandi er hann þá bara að taka þetta út núna og verður svakalega yfirvegaður og góður unglingur *vonivon*
Já, meðan ég man, þá vil ég nú monta mig aðeins á kallinum mínum, auðvitað þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af barnafataleiðangri hans í Köben... hann kom bara heim með fulla poka af fínum fötum á drenginn, ekki nóg með það heldur dró hann yfirmanninn með í leiðangur. Svona hefur maður mikil áhrif :)
Pabbi hressist meir og meir og ætlar sér að komast upp úr stólnum, alltaf að koma fleiri framfarir hjá honum þó þetta taki samt allt tíma. Hann tekur þetta á bjartsýninni og kemur okkur sífellt á óvart.
Ætla láta fylgja mynd af þriggja mánaða syninum og ÚNGlingnum mínum

S r o s i n

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home