
Sumarið að koma...
Já, samkvæmt okkur Íslendingum :)
Páskarnir fóru vel fram með tilheyrandi páskaeggjaáti og ferðalögum. Fórum í sveitina með viðkomu í Grímsstöðum. Gistum í sveitinni hjá Maju nokkrar nætur. Var slappað af og haft það gott. Á Páskadag borðuðum við páskaeggin og dúlluðum okkur svo aftur heimleiðis en komum þó við í Grímsstöðum og borðuðum Páskamat með hele familien. Pabbi var ótrúlega brattur, fór upp í bústað á miðvikudeginum og fór aftur inn á Grensás á mánudaginn, og stóð hann við sín orð um að fara á hækjum í bústaðinn! Ótrúlegur kraftur í honum, já já, hann notaði blessaðan hjólastólinn nánast ekkert, kom okkur öllum á óvart hvað hann gat. Ég sagði það líka við hann að við hefðum nú ekki trúað því að hann kæmist yfir höfuð upp í bústað, hvað þá á hækjum... en svona er hann, pabbi minn... alveg lýsandi... bjartsýnn, jákvæður og ákveðinn í senn.
Stefnan hjá honum er svo að fara bara aftur upp í bústað um næstu helgi.
... greinilegt að sveitaloftið í Kjósinni hefur töframátt!

Maren, Rúna og Nökkvi Reyr eftir Páskaeggjaleitina.
Segjum það í bili á þessum vetri!
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home