Þreytt, enn pirruð og æi, einhvern veginn mánudagur í mér
Kannski nóttin hafi eitthvað með það að segja, Jónas Nóalíus fékk hita og kvef og var fremur óvær í nótt, og vildi helst sofa sitjandi hjá mömmu sinni, sem fékk þar af leiðandi lítinn sem engan svefn. Karlanginn er voða lítill í sér eins og flestir þegar þeir eru lasnir, vonandi er þetta bara svona eins dags hitavella.
Júróvisjónið kom og fór, leiðinlegt að við verðum ekki með á morgun en samt var þetta ekki eins mikið sjokk og í fyrra þegar Selma komst ekki áfram... úfff rifjaðist upp vonbrigðin síðan þá, sérstaklega hvað Nökkvilíus varð hrikalega vondur... ætlaði sko að hringja í sjónvarpið og ég veit ekki hvað og hvað... varð virkilega reiður.
En við höldum þá bara með Finnum eða jú, Dönum, er ekki blóðið þeirra næst okkur :)
Læt fylgja með mynd af lasaríus Ingvason.. þó í meira fjöri en í dag... mynd sem ég var að leika mér með.

Góða helgi, gæzkurnar!
S r o s i n
Kannski nóttin hafi eitthvað með það að segja, Jónas Nóalíus fékk hita og kvef og var fremur óvær í nótt, og vildi helst sofa sitjandi hjá mömmu sinni, sem fékk þar af leiðandi lítinn sem engan svefn. Karlanginn er voða lítill í sér eins og flestir þegar þeir eru lasnir, vonandi er þetta bara svona eins dags hitavella.
Júróvisjónið kom og fór, leiðinlegt að við verðum ekki með á morgun en samt var þetta ekki eins mikið sjokk og í fyrra þegar Selma komst ekki áfram... úfff rifjaðist upp vonbrigðin síðan þá, sérstaklega hvað Nökkvilíus varð hrikalega vondur... ætlaði sko að hringja í sjónvarpið og ég veit ekki hvað og hvað... varð virkilega reiður.
En við höldum þá bara með Finnum eða jú, Dönum, er ekki blóðið þeirra næst okkur :)
Læt fylgja með mynd af lasaríus Ingvason.. þó í meira fjöri en í dag... mynd sem ég var að leika mér með.

Góða helgi, gæzkurnar!
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home