s

sunnudagur, maí 07, 2006

Sumar í þrjá daga?

Ætli sú verði ekki raunin, að þessi sumarblíða sem var í dag og er spáð á morgun og hinn, verði allt sumarið hér á Íslandinu góða! Æi, vona ekki... má alveg rigna í endaðann júlí þegar ég verð í Germanyinu og Hollandinu.

Annars var helgin fín, Nökkvinn keppti í fótbolta á laugardaginn og vann alla sína leiki og þar með mótið, við löbbuðum niður og upp Laugarveginn á löngum laugardegi... þvílíkt margir í bænum, enda frábært veður. Höfðum það notarlegt í blíðunni í dag... Nökkvinn í barnaafmæli, restin í göngutúr þar til ofur-pabbinn þaut til Köben.

Já, kannski ég láti fylgja með sæta mynd af frábærum bræðrum.

















Nökkvinn svo duglegur með bróður sinn (því miður engin lúxusgæði á myndinni enda símamynd).

Njótið sumarblíðunnar... já og látið eftir ykkur ís :)
S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home