s

mánudagur, júní 12, 2006

Er ekki alveg komin í sumarfrí... bara löt

Þetta típíska blogg-andleysi virðist hrjá mig og marga þessa dagana. En ætli sé ekki ágætt að henda einhverju inn. Reyndar væri ég mjög svo til í að einhver afar glögg/ur gæti ráðið drauminn sem ég dreymdi í síðustu viku.

Þannig var að ég dreymdi alveg svakalega miklar náttúruhamfarir.
Ég var stödd inn í einu af þremur háhýsum sem voru á höfuðborgarsvæðinu, og þá kom stór jarðskjálfti og fyrsta hæðin á húsinu féll saman, en enginn meiddist. Eðlilega greip mig ótti og fólkið í kringum mig. Það var eins og ég væri ein og var mjög hrædd um alla strákana mína...og fór að leita af þeim, sem ég svo fann. Jæja, því næst byrjaði Hekla að gjósa, alvöru sprengigosi, nema hvað, þetta var ekki Hekla sjálf heldur Snæfellsjökull... það var svo skrítið, við horfðum öll á Snæfelsjökul en samt var eins og Hekla væri að gjósa. Svo var eins og jökullinn væri hálfur í hafi og sá helmingur brotnaði og olli flóðbylgju sem átti svo að færa höfuðborgarsvæðið og suðurlandinu í kaf, þannig að við fórum að skipuleggja för upp á hærra svæði sem var eitthvað upp í fjöll... og það vara þarna sem ég vaknaði.

Já, er búin að fá eina lauslega ráðningu á þennan draum. Það er að þetta merki erfiðleika, nokkuð mikla og að þeir komi mér svoldið í opna skjöldu, þ.e.a.s ekki alveg þar sem ég reiknaði með.

Jahá... vona nú að það rætist ekki en gaman væri ef einhver gæti ráðið eitthvað í þennan draum.

S r o s i n ...sem er örugglega gengin af göflunum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home