s

fimmtudagur, júní 22, 2006

Góður dagur

Já, ekki hægt að segja annað, yngsti kallinn kominn á svalirnar, orðinn mun sprækari, já svona eðlilegur! Svo ekki slæmt að fá heimsókn frá pabba gamla og mömmu. Já, orðið þrír og hálfur mánuður síðan hann kom hingað síðast. Þar sem ég kemst ekki að hitta hann á morgun á afmælisdeginum hans, ákvað ég að baka tertur og bjóða í kaffi í dag. Siggi bróðir kíkti líka.

Svo er stórviðburður á morgun hjá pabba gamla, ekki nóg með að það bætist ár í safnið hans heldur verður hann útskrifaður af Grensás, ja, svona hálf, hann mun áfram vera á dagdeild, en mun s.s. ekki gista þar meir, bara keyra úr höfninni á hverjum degi. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hann er ánægður eftir svona langan tíma, 3.5mánuði... ég var nú bara sjö vikur hér um árið og fékk ógeð af sjúkrahúsvist, svo ég skil hann vel að hlakka til.

Já, svo er hið árlega Skagamót um helgina. Nökkvilíus mun mæta ásamt félögum í Breiðablik. Þetta verður eflaust frábært, spáð fínasta veðri og svona.. annað en í fyrra... ömurlegt, ekta íslenskt veður;rok og rigning. Það er reyndar pabbahelgi, en við kíkjum nú samt eitthvað og hvetjum okkar lið!

Jæja, ef ég skrifa ekki á morgun þá vil ég óska honum pabba mínum til hamingju með daginn sinn, elsku besti pabbi, til lukku með daginn, þú færð aldeilis góða gjöf, að komast loksins heim!

Svo er bara að velta sér upp úr dögginni aðfaranótt sunnudagsins

Góða helgi....S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home