Eitt af því leiðinlegra sem ég geri
...er að pakka. Það gleymdist alveg að setja "Pökkunargenið" í mig við fæðingu... ég bara kann ekki að pakka... er svo hrikalega óákveðin hvað á að taka með og hvað á að sitja eftir heima (já, og í þokkabót er ég óákveðin Vog).
Vill brenna við hjá mér, eins og típískum Íslending að pakka fyrir alla veðráttu, s.s. regnföt, stuttbuxur, lopapeysu og ég veit ekki hvað. Æi, ætla mér alltaf að taka BARA það nauðsynlegasta eins og létt föt... kaupa þá bara einhverjar lufsur ef ekki rætist úr veðri... en þessi áætlun hefur bara ekki enn tekist hjá mér.
Ég bara skil ekki hvernig mömmu og pabba tókst að pakka niður fyrir ferðalög hér áður fyrr, með þrjá krakka OG láta allt passa í venjulegan fólksbíl!!!
Við eigum sæmilega stóran jeppa (ef jeppa má kalla BARA óbreyttur!) og þó við skreppum í sveitina eða upp í bústað eina nótt, þá er allt troðið af farangri.
.. væri nú að ljúga ef ég segðist ekkert kvíða fyrir að koma öllu, töskUM, kerru, fólki og meir í "lítinn" skutbíl í útlöndunum...
S r o s i n - verður að segjast, afspyrnuléleg pökkunarkerling!
...er að pakka. Það gleymdist alveg að setja "Pökkunargenið" í mig við fæðingu... ég bara kann ekki að pakka... er svo hrikalega óákveðin hvað á að taka með og hvað á að sitja eftir heima (já, og í þokkabót er ég óákveðin Vog).
Vill brenna við hjá mér, eins og típískum Íslending að pakka fyrir alla veðráttu, s.s. regnföt, stuttbuxur, lopapeysu og ég veit ekki hvað. Æi, ætla mér alltaf að taka BARA það nauðsynlegasta eins og létt föt... kaupa þá bara einhverjar lufsur ef ekki rætist úr veðri... en þessi áætlun hefur bara ekki enn tekist hjá mér.
Ég bara skil ekki hvernig mömmu og pabba tókst að pakka niður fyrir ferðalög hér áður fyrr, með þrjá krakka OG láta allt passa í venjulegan fólksbíl!!!
Við eigum sæmilega stóran jeppa (ef jeppa má kalla BARA óbreyttur!) og þó við skreppum í sveitina eða upp í bústað eina nótt, þá er allt troðið af farangri.
.. væri nú að ljúga ef ég segðist ekkert kvíða fyrir að koma öllu, töskUM, kerru, fólki og meir í "lítinn" skutbíl í útlöndunum...
S r o s i n - verður að segjast, afspyrnuléleg pökkunarkerling!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home