Sumarið er tíminn....
þegar slátturvélar fara af stað! Já, finnst það nú bara tilheyra sumrinu að heyra í slátturvél og finna ilminn af nýslegnu grasinu. EN, var ekkert í voða miklu slátturvélafíling í morgun þegar einn unglingurinn valdi minn glugga til að slá við... hefði verið í lagi hefði ég ekki verið að flytja (allaveganna hjálpa til við að flytja) búslóðina hjá tengdó til kl.1 í nótt.
En eftir smá stund varð nú allt fínt.... þegar ég áttaði mig á því að í dag er sól, sumar og líka Föstudagur... helgin framundan og enn styttra í utanlandsför.
Það eru nú ekki svo ýkja mörg ár síðan maður hefði nú nýtt sólbjartan föstudag í að gíra sig upp fyrir eins og eitt, tvö sveitaböll sem planað var að kíkja á þá helgina.
Sveitaböll... einhvern veginn minnist ég mest fallegrar dalalæðunnar í Rangárvallasýslunni þegar rútan var á heimleið frá Njálsbúð... virðist í minningunni að það hafi alltaf verið fallegt veður... maður man ekkert óþefinn úr rútunni... æluhljóðin frá einhverjum eða slagsmálunum frammí (þ.e. ef Þorlákshafnarbúar og Hvergerðingar lenntu saman í rútu) hehehe...
nei, nei... bara fallegt kyrrlátt veður, dalalæðan að læðast um sveitirnar!
Góðar minningar eru bestar!
Góða helgi, sveitÚngar....S r o s i n
þegar slátturvélar fara af stað! Já, finnst það nú bara tilheyra sumrinu að heyra í slátturvél og finna ilminn af nýslegnu grasinu. EN, var ekkert í voða miklu slátturvélafíling í morgun þegar einn unglingurinn valdi minn glugga til að slá við... hefði verið í lagi hefði ég ekki verið að flytja (allaveganna hjálpa til við að flytja) búslóðina hjá tengdó til kl.1 í nótt.
En eftir smá stund varð nú allt fínt.... þegar ég áttaði mig á því að í dag er sól, sumar og líka Föstudagur... helgin framundan og enn styttra í utanlandsför.
Það eru nú ekki svo ýkja mörg ár síðan maður hefði nú nýtt sólbjartan föstudag í að gíra sig upp fyrir eins og eitt, tvö sveitaböll sem planað var að kíkja á þá helgina.
Sveitaböll... einhvern veginn minnist ég mest fallegrar dalalæðunnar í Rangárvallasýslunni þegar rútan var á heimleið frá Njálsbúð... virðist í minningunni að það hafi alltaf verið fallegt veður... maður man ekkert óþefinn úr rútunni... æluhljóðin frá einhverjum eða slagsmálunum frammí (þ.e. ef Þorlákshafnarbúar og Hvergerðingar lenntu saman í rútu) hehehe...
nei, nei... bara fallegt kyrrlátt veður, dalalæðan að læðast um sveitirnar!
Góðar minningar eru bestar!
Góða helgi, sveitÚngar....S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home