Ferðin
Byrjaði ekkert alltof vel... flugfreyjan fann enga OFUR-fjölskyldu í skránum... en eftir eitthvað puð fundumst við og fengum að fara með til Amsterdam.
Í Amsterdam var heldur engin eðalbíll sem beið okkar á bílaleigunni... klikkaði eitthvað í pöntuninni en það reddaðist og fengum við smá tjónaðan eðalopel á næstu bílaleigu. Þrumuðum okkur í Moseldalinn með tilheyrandi "dí"túrum... smá villt en ekkert sem kortaleiðbeiningapersónan gat ekki leist ;) Fengum æðislega íbúð í Mosel í bænum Pommern. Áttum nú varla orð yfir alla fallegu náttúruna þar, skoðuðum fullt og keyrðum allan dalinn í alveg steikjandi hita... fór mest upp í 39stig, sem var nú heldur mikið af hinu góða (gerðum við eins og allir sannir íslendingar gera í útlöndum, bárum sólarvörn númer tvöþúsundogeitthundrað á okkur og komum því enn hvítari heim).
En ég gæti nú alveg hugsað mér að gerast bara vínbóndi og klifra þarna í bröttum hlíðunum til þess að hlúa að vínviðnum mínum... ég veit er með svaka græna fingur :) Er samt alveg til í að fara í reiðhjólaferð um Moseldalinn svona eftir nokkuð marga spinning tíma (sem ég fer alveg rétt bráðum að mæta í ;) ). En allaveganna mæli ég alveg með fríi í Mosel, væri líka til í að kíkja að hausti til og smakka á uppskerunni :) Læt fylgja eina fallega mynd af bænum Cochem úr Mosel.

Eftir yndisdvöl í Mosel brunuðum við aftur yfir til Hollands eftir smá útúrdúra sökum undirrituðu... já já stundum erfitt að vera kortalesari!!!
EEeen til Kempervennens komumst við og hittum þar Gumma, Freyju og Ársól og Láka litla. Leigðum við okkur hjólhesta og rötuðum í okkar sumarhús. Í Kemp. var ýmislegt brallað.. svamlað í sundi, hjólað, farið í tennis, snorkað, farið í rafting rennibraut, legið á ströndinni, spjallað og notið lífsins og spjallað enn meir. Yndislegur staður þar sem enginn annar en Johnny nokkur Logan syngur svo fallega um í auglýsingunni þeirra Kempervennenmanna... um staðinn þeirra State of happiness eða í Ríki hamingjunnar :)
Við kíktum svo aðeins yfir og í gegn um Belgíu en svo aftur til Hollands, í bæinn Mastrict. Fallegur bær en mjööööög erfitt fyrir þaulvana villta Ísl-inga að finna miðbæinn... en það tókst að lokum og nokkrum tímum síðar. Borðað, og skoðað, spjallað og brunað aftur í Kemp. Einnig fórum við í skreppiferð til Eindhoven, sem var ágætisferð einnig.

Eftir alveg afbragðsdvöl í Kempervennen skildu leiðir okkar og dönskuÍslendinganna... við fórum til Amsterdam en þau í Moseldalinn. Gistum við ca. tuttugu mín fyrir utan Amsterdam á svaka golfhóteli, sem óektamaðurinn minn er enn að vola um að hafa ekki prufað golfvöllinn... og kennir náttúrulega mér um ;) ekki að það hefði verið brjáluð rigning... nei nei.. En já, fórum og skoðuðum og ég verslaði eitthvað smááá í Amst.d. kíktum á Van Gogh safnið og röltum í ausandi rigningunni. Við hjónaleysurnar urðum þó frekar aulaleg og lasleg þessa daga í Amst. bæði með höfuðverk og aumingjaskap... veit ekki hvort það var eftirköst af sólinni eða jafnvel bara búin að ganga fram hjá alltof mörgum "coffee bars" í Amsterdam... allaveganna var sú lykt ekki ábætandi á höfuðverkinn. En þrátt fyrir höfuðverki og aumingjaskap tókst okkur að skoða smá brot af borginni, en þó hellingur eftir. Held að maður kíki síðar í borgarferð þangað... en ekkert endilega í verslunarferð því verðlagið er kannski ekkert endilega hræódýrt þó það sé ódýrara en á Íslandinu (og þó það hafi ekki stoppað mig í búðunum hihi) En jæja, ég segi svo kannski síðar frá einhverjum sögum úr ferðinni.. en læt þetta duga í bili.

Mun svo henda inn myndum á barnalandið á næstu dögum
Kær kveðja, S r o s i n
Byrjaði ekkert alltof vel... flugfreyjan fann enga OFUR-fjölskyldu í skránum... en eftir eitthvað puð fundumst við og fengum að fara með til Amsterdam.
Í Amsterdam var heldur engin eðalbíll sem beið okkar á bílaleigunni... klikkaði eitthvað í pöntuninni en það reddaðist og fengum við smá tjónaðan eðalopel á næstu bílaleigu. Þrumuðum okkur í Moseldalinn með tilheyrandi "dí"túrum... smá villt en ekkert sem kortaleiðbeiningapersónan gat ekki leist ;) Fengum æðislega íbúð í Mosel í bænum Pommern. Áttum nú varla orð yfir alla fallegu náttúruna þar, skoðuðum fullt og keyrðum allan dalinn í alveg steikjandi hita... fór mest upp í 39stig, sem var nú heldur mikið af hinu góða (gerðum við eins og allir sannir íslendingar gera í útlöndum, bárum sólarvörn númer tvöþúsundogeitthundrað á okkur og komum því enn hvítari heim).
En ég gæti nú alveg hugsað mér að gerast bara vínbóndi og klifra þarna í bröttum hlíðunum til þess að hlúa að vínviðnum mínum... ég veit er með svaka græna fingur :) Er samt alveg til í að fara í reiðhjólaferð um Moseldalinn svona eftir nokkuð marga spinning tíma (sem ég fer alveg rétt bráðum að mæta í ;) ). En allaveganna mæli ég alveg með fríi í Mosel, væri líka til í að kíkja að hausti til og smakka á uppskerunni :) Læt fylgja eina fallega mynd af bænum Cochem úr Mosel.

Eftir yndisdvöl í Mosel brunuðum við aftur yfir til Hollands eftir smá útúrdúra sökum undirrituðu... já já stundum erfitt að vera kortalesari!!!
EEeen til Kempervennens komumst við og hittum þar Gumma, Freyju og Ársól og Láka litla. Leigðum við okkur hjólhesta og rötuðum í okkar sumarhús. Í Kemp. var ýmislegt brallað.. svamlað í sundi, hjólað, farið í tennis, snorkað, farið í rafting rennibraut, legið á ströndinni, spjallað og notið lífsins og spjallað enn meir. Yndislegur staður þar sem enginn annar en Johnny nokkur Logan syngur svo fallega um í auglýsingunni þeirra Kempervennenmanna... um staðinn þeirra State of happiness eða í Ríki hamingjunnar :)
Við kíktum svo aðeins yfir og í gegn um Belgíu en svo aftur til Hollands, í bæinn Mastrict. Fallegur bær en mjööööög erfitt fyrir þaulvana villta Ísl-inga að finna miðbæinn... en það tókst að lokum og nokkrum tímum síðar. Borðað, og skoðað, spjallað og brunað aftur í Kemp. Einnig fórum við í skreppiferð til Eindhoven, sem var ágætisferð einnig.

Eftir alveg afbragðsdvöl í Kempervennen skildu leiðir okkar og dönskuÍslendinganna... við fórum til Amsterdam en þau í Moseldalinn. Gistum við ca. tuttugu mín fyrir utan Amsterdam á svaka golfhóteli, sem óektamaðurinn minn er enn að vola um að hafa ekki prufað golfvöllinn... og kennir náttúrulega mér um ;) ekki að það hefði verið brjáluð rigning... nei nei.. En já, fórum og skoðuðum og ég verslaði eitthvað smááá í Amst.d. kíktum á Van Gogh safnið og röltum í ausandi rigningunni. Við hjónaleysurnar urðum þó frekar aulaleg og lasleg þessa daga í Amst. bæði með höfuðverk og aumingjaskap... veit ekki hvort það var eftirköst af sólinni eða jafnvel bara búin að ganga fram hjá alltof mörgum "coffee bars" í Amsterdam... allaveganna var sú lykt ekki ábætandi á höfuðverkinn. En þrátt fyrir höfuðverki og aumingjaskap tókst okkur að skoða smá brot af borginni, en þó hellingur eftir. Held að maður kíki síðar í borgarferð þangað... en ekkert endilega í verslunarferð því verðlagið er kannski ekkert endilega hræódýrt þó það sé ódýrara en á Íslandinu (og þó það hafi ekki stoppað mig í búðunum hihi) En jæja, ég segi svo kannski síðar frá einhverjum sögum úr ferðinni.. en læt þetta duga í bili.

Mun svo henda inn myndum á barnalandið á næstu dögum
Kær kveðja, S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home