s

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Ég er ekki hægt!

Hef tvívegis í vikunni ætlað að dotta yfir imbanum þar til Supernova kæmi á skjáinn. Já, ég veit, bara búið að vera einn þáttur. Ég bara ruglaðist aðeins á dögum og lá eins og skata í sófanum á mánudagskvöldið, rankaði annað slagið við sjónvarpið.... þar til klukkan var næstum orðin eitt og ég sá dagskrá kvöldsins/næturinnar : kl. 01.00 Beverly Hills 900000000ogeitthvað.... úfff... trúi ekki að ég hafi lagt þetta á mig fyrir Brandon og Brendu! hnusssss... Ég er ekki alveg heil.

En svo var tilraun tvö í gær... ætlaði sko að horfa á Magna Magnaða og kjósa. Eins og fyrra kveldið þá dottaði ég í sófanum og man svo eftir að sjá sætuBrooke segja góða nótt. Jahá, missti af söngnum, en náði þó að kjósa karlinn, vonandi að mín atkvæði bjargi honum úr bottom þríííí!!
Verð nú samt aðeins að monta mig aðeins því þó svo að ég hafi "vakað" svona lengi þá dreif ég mig nú upp kl. 05:55 og svo af stað í bodypump... en svo þegar heim var komið fórum við mæðgin aftur að kúra... ahhh.. lúxus!

S r o s i n sem er nú samt pínu sibbin þrátt fyrir lúr og kúr í morgun!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home