s

föstudagur, september 29, 2006

Held nú bara að vorið sé komið!

Er allaveganna í þannig fíling núna. Sólargeislarnir kíkja í heimsókn, inn á heimilið, verst við það að þá sést allt rykið sem býr þar :S

En helgin framundan og allt svo yndislegt... úff já lífið er yndislegt.. nei, nei, var ekki að bryðja einhverjar gleðipillur, bara kát í hjartanu.

Í gær hittum við mæðgin (ég og minnsti juniorinn) Rósu frænku og Andra Rafn frænda, mikið gaman að sjá þá frændur saman, ekki nema 22dagar á milli þeirra og þeir eru svo svipaðir. En það sem kom mér þó mest á óvart var að Jónas Nói fór bara að skríða eins og herforingi, ekki nóg með það heldur um leið og við komum þá lagði ég hann á gólfið, haldiði ekki að kallinn hafi skriðið að næsta dóti og staðið upp... já heldur betur að sýna sig fyrir frænda (sem getur þetta nú líka).

Svo í gærkvöldi var frænkuhittingurinn, barnabörn Rósu og Sigga á Búðarflöt... en auðvitað bara frænkurnar (á frænkuhitting..augljóst en þurfti samt að útskýra). Við erum fimm og svo er Siggi bara eini strákurinn. Frænkurnar mættu allar, s.s. áðurnefnd Rósa frænka, við systur; ég og Margrét og systurnar Helena Rósa og Þórunn Svafa. Mikið gaman og mikið rifjað upp, aðallega þó hvernig lífið var í "ðí óld deis" á Álftanesinu.
...Siggi hefur eflaust bara haldið sitt frændapartý... sé hann fyrir mér spjallandi við sjálfan sig ;) hihi

Jæja, ætli þetta sé ekki fínt á fínum föstudegi...

Góða helgi

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home