s

föstudagur, september 15, 2006

Jæja, kominn föstudagur

...og meira segja kominn miður September. Þvílíkt sem tíminn flýgur, eins og ég hef fremur oft tönglast á hér. Jónas Nói orðin áttaoghálfsmánaða, Nökkvinn orðinn áttaogáttaoghálfsmánaða... ég, ENN, tuttuguogníu...ja, allaveganna í níu daga í viðbót, enda ætla ég að njóta þeirra daga :)

Annars hafa nokkur afmæli verið, 31.ágúst átti afi minn 80ára afmæli, 9.sept. átti Elmar Jens og Gústi afmæli, 14.sept áttu Magnea Arna frænka og Sonja afmæli og svo í dag 15.sept á vinkona okkar hún Ársól afmæli. Það verður heldur betur húllumhæ hjá Ársól og co. um helgina, ekki nóg með að stelpan haldi upp á afmæli, heldur verður litli bróðir hennar skírður og svo verður nú eflaust partur af veislunni svona síðbúin brúðkaupsveisla, þar sem Gummi og Freyja eru víst ektepar, eða já hjón á íslenskunni! Til lukku öll sömul.

Jæja, þarf að fara græja piltana mína... eldri strumpur að fara í tónlistarskólann... blása í blokkflautu... JEIIIiiii!

Góða helgi, góðir hálsar.

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home